“hvað með heilsufarslegar ástæður????”
Ég tek sjálf ábyrgð á því sem ég geri, en ef að læknirinn minn mælir með því að ég hætti að nota g-streng, þá geri ég það. En það er margt annað sem er skaðlegt, t.d. innlegg - þau valda sveppasýkingu líka, og margar konur nota þau. En ég held ekki að ég sé í mikilli hættu, vegna þess að ég nota þetta allt í bland, þröngar buxur = g-strengur, víðar buxur = venjulegar nærur.
“bara af hverju finnuru hjá þér þörfina til að fela nærbuxnafarið…. það þótti aldrei neitt tiltökumál þótt að það sæist á litlum stelpum… af hverju breytir það einhverju máli núna nema af því að það er búið að fylla hausinn á þér að þannig klæða kynæsandi konur sig!!!!”
Ég fel nærbuxnafarið af því að mér finnst það ljótt, af sömu ástæðu og ég fel bólu í andlitinu á mér til dæmis. Auðvitað hugsa ég um það hvernig ég lýt út, svona hefur þetta alltaf verið. Ef að ég get falið þetta með því einu að klæðast g-streng, þá afhverju ekki? Ég vil ekki að allir geti séð hvernig naríum ég er í, hvort sem að það er g-strengur eða venjulegar. Það er líka þægilegt að vera í þessu að mínu mati. Kannski hefurðu gleymt því, en á mínum aldri eru krakkar mjög uppteknir af útlitinu - ég er engin undantekning. Og já, litlir strákar og litlar stelpur hafa áhuga á hvor öðru - alveg eins og fullorðið fólk hefur. Ég vil lýta vel út - er eitthvað að því?
“en hér er ekki verið að tala um að þú eigir að klæða þig eins og fullvaxta kvennmaður eða líta þannig á þig!”
Ég lít ekki á mig sem fullvaxta konu Því að ég er það ekki, ég geri mér fulla grein fyrir því.
Fullvaxta kvenmenn klæða sig eins og ungar stelpur. Allar viljum við vera með í tískunni og gerum það á hvern okkar hátt. Mér finnst ég ekki vera neitt endilega að elta einhvern tískustraum með því að klæðast g-streng. Það sér hann enginn nema bara ég. Auðvitað eru stelpur sem kaupa sér g-strengi bara til að sýna þá, og mér finnst það persónulega ljótt og asnalegt. Þær geta bara haldið því fyrir sjálfa sig hvernig nærbuxum þær eru í.
“hvaðan kemur þetta allt í einu að ungar stelpur vilji ganga í g-streng!?!?!?! ”
Hvaðan? Tíksuvöruverslanir er svarið.
“þetta er óeðlilegt að ganga í svona buxum á þessum aldri…”
Það er það einmitt ekki. Tímarnir hafa breyst, g-strengurinn hefur skipað sér sess sem fullgildur nærfatnaður á unga sem aldna. Ja…það er kannski fullgróft að klæða börnin sín í þetta þegar þau hafa ekkert að segja - en það er annað mál finnst mér þegar börnin kaupa sér þetta fyrir sína eigin peninga og passa í fullorðinsstærðir(og það þurfa ekkert endilega að vera einhverjar efnislitlar pínunærbuxur). Þetta er bara eins og brjóstahaldarar. Þegar maður passar í þá langar manni í svoleiðis, nema ef að manni þyki þeir óþæilegir. ;)
“og þá aðallega uppá heilsusamlegar ástæður!!!
pældu aðeins í því áður en þú eltir tískustrauma!”
Segðu það við allar konurnar sem ganga í háhæluðum og oddmjóum skóm.
Brennt barn forðast eldinn.