Nú er ég búin að vera hneiksluð í nokkurn tíma og ákvað að senda inn grein um þetta mál hingað inn á huga fyrir löngu, hef bara aldrei komið því í verk. En nú kemur þetta.

Aldurinn á þeim sem eiga gemsa er alltaf að lækka. Foreldrar eru farnir að gefa litlu börnunum sínum þetta, sem öryggistæki. Það er svosem allt í lagi með það þegar krakkarnir eru orðnir um það bil ellefu ára, en er ekki eitthvað að þegar foreldar þurfa að hafa farsíma til að vita hvar 8 ára barnið sitt er? Á þessum aldri á foreldrið að vita nákvæmlega hvar barnið er - það ætti þess vegna ekki að vera þörf fyrir gemsa.

Það var svoleiðis heima hjá mér(þegar ég var 9 eða 10 ára) að ég átti að hringja í mömmu í vinnuna þegar ég kom heim úr skólanum. Ef að ég ætlaði til vina minna átti ég að hringja í mömmu. Ef að ég fór heim með einhverjum beint eftir skóla átti ég að hringja þaðan í mömmu.

Til hvers nota svona litlir krakkar gemsa? Ég bara skil ekki hvernig foreldrar geta gert litlu börnunum sínum þetta.


Kostir við að 8 ára barn eigi gemsa:

#Það er alltaf hægt að ná í það(Bíddu, á foreldrið ekki að vita hvar krakkinn er?)

#Það getur alltaf náð í þig (Börnin eiga ekki að vera ein útí bæ er það? Allavegana ekki langt frá heimahúsi)


Gallar við að 8 ára barn eigi gemsa:

#Það kostar pening

#Barnið verður meira stressað

#Barnið getur ekki án gemsa verið eftir það(það gildir ekki bara börn)


Point með þessari litlu grein:
Ekki gefa krakkanum þínum gemsa fyrr en hann hefur virkilega þörf á honum, ekki búa til þörf.

Maður verður svo fljótt háður því að eiga síma að það er ótrúlegt….

Kv. Tobba3