heilir og sælir hugarar. ég er æi vandræðum út af mjólkuróþoli sonar mins. hann var greindur fyrir rumlega einu og hálfu ári með non Ieg mjólkuófnæmi og var okkur sagt að það myndi eldast af honum. nú er drengurinn orðinn 2 síðan í mai og enn jafn slæmur. ég er einnig farin að halda að fleiri fæðutegundir hafi bæst við. þess er mjög vel gætt að engin mjólk eða neitt fari ofan í hann en hann fær samt mjög oft krampa og þvílíkan niðurgang. ég er ekki enn buin að fara með hann í endur mat eða hvað sem það kallast enda ekki auðvelt fyirir mig að komast með hann í bæinn í domus medica. hvað er venjulegur aldur þegar svona hverfur ef það gerir það?
svo er annað. ég og pabbi hans erum ekki saman lengur. skildum þegar strákurinn var um 2 mán. við höfum alltaf reynt að vera i nánu samstarfi með uppeldið og verið eins mikið með hann saman og hægt er. nú er hann kominn með kærustu sem er svo sem ekki frásögum færandi nema af því að hann hefur breytt öllu fyrir hana. hann hunsar allar reglur sem við settum upphaflega í sameiningu og kemur bókstaflega illa fram við mig í návist barnsins. ég er mjög ósátt við þetta allt og hef reynt að tala við hann en allt kemur fyrir ekki. ég er ekki að biðja um algjörlega óbreytt ástand frá því áður en kærastan kemur til sögunar en mér finnst að barnið ætti að hafa forgang. ég er sjálf með manni og hann gerir sér grein fyrir því að ég eigi barn með öðrum og að barnið sé alltaf í fyrirrúmi. barnsfaðir minn er mjög góður faðir og hefur verið mjög mikið með strákinn þegar ég hef verið að vinna og annað og því kemur þetta verr við barnið en ella. hann sinnir honum mun minna en áður og þessi skipting sem var um hvort okkar hefði hann er horfin. við reyndum að hafa þetta jafnt eins og hægt var , leyfa barninu jafnvel að ráða sjálfu ef því var við komið og fara með hann saman hingað og þangað. ef það komu upp missætti var það leyst meðan hann var ekki með. þetta hljómar eins og væl ég veit það og kannski er það. dæmi hver fyrir sig.
kv. tabriz