Hún ætti að fara í apótek og kaupa þungunarpróf til að vera viss. Ef hún þorir ekki að fara sjálf, þá getur hún kannski beðið einhverja vinkonu að fara fyrir sig. Ef hún er virkilega ólétt, þá ætti hún að fara strax til heimilislæknisins, ekki panta tíma, bara mæta og segja að hún verði að fá að tala við hann eða fara á sjúkrahúsið og biðja um að fá að tala við félagsráðgjafa. Hún þarf ekki að segja hvers vegna, bara heimta að fá tíma strax og hlusta ekki á neitt röfl í kellingum í afgreiðslu.
Það eru til fóstureyðingarpillur en það verður að taka þær mjög snemma til að það virki. Það er grein um fóstureyðingar á
http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=242& flokkur=6 og þar stendur að ef hún er undir 16 verða foreldrar hennar að skrifa undir beiðni um fóstureyðingu með henni þannig að hún verður að segja þeim sínum frá þessu. Þau fatta þetta hvort sem er þegar það fer að sjá á henni.
Ég hef nú heyrt að það sé frekar vont að fæða börn og það er mikið álag á líkamann að ganga með barn, sérstaklega hjá 13 ára krakka en það eru líka til ágætis deyfilyf sem eru gefin og ef hún er ekki með fullþroskaða mjaðmagrind, þá gæti verið að það yrði bara tekið með keisara. Það er ef hún ákveður að eiga það. Hins vegar er minnsta málið að koma barninu í heiminn. Það er rosaleg vinna að hugsa um barn auk þess sem það kostar náttúrulega engan smá pening en hún er það ung að hún fer líklega frekar í eyðingu. Samt segi ég það aftur að ef hún er ólétt verður hún að tala við lækni eða félagsráðgjafa strax, ekki bíða þar til það er orðið of seint.