Hæ hæ
Ég er búin að vera í smávandræðum/með samviskubit, vegna þess að um daginn var mér boðin vinna. Það var náttúrulega alveg frábært að vera boðin vinna, sérstaklega ef hún er jafn skemmtileg og þessi, semsagt að passa barn.
Ég er mjög vön pössunarpía og hef verið að passa börn í átta ár. Síðast þegar ég byrjaði að passa ný börn var ég 13-14 ára. Þegar foreldrar barnsins spurði hvað ég vildi á tímann þá, miðaði ég bara við vinnuskólalaunin (sem voru þá um 350-400 kr. á tímann), ég er enn að passa þá krakka svona stöku sinnum (4. árum seinna) og launin hafa hækkað upp í svona 650 kr. Ég bað ekki um þessa hækkun en varð auðvitað mjög fegin þegar þau fóru að borga mér meira.
En núna er ég semsagt með samviskubit yfir upphæðinni sem ég óskaði að fá á tímann fyrir nýja barnið (dálítið hærra en 650 kr. ) Hvað væruð þið foreldrar tilbúnir að borga 18. ára gamalli barnapíu með átta ára reynslu og alls konar skyndihjálpar námskeið að baki fyrir? (barnið er um tveggja ára og þetta er seinnipart dags) Finnst ykkur að ég ætti að lækka mig?
(ég var ráðin með kaupið sem ég bað um en ég er samt með nagandi samviskubit yfir því, sérstaklega af því að ég veit ekki um neina sem er að fá jafn mikið en það er sennilega af því að það eru ekkert margar á mínum aldri sem stunda þetta ennþá, mér finnst þetta bara svo gaman :) )
Kv. Grallara