Hvað er þetta með einelti ég bara spyr?

Um daginn þegar ég kom heim var litla systir mín sem er 6 ára búin að vera grátandi og mamma var alveg miður sín, og svo kom það upp úr krafsinu að stelpugreyið er lagt í einelti af bekknum sínum og öðrum 6 ára krökkum í skólanum, Þau segja að hún sé feit og reyna að girða niður um hana í leikfimi og vilja ekki leiða hana nema setja peysuna yfir hendina á sér, því þau vilja ekki snerta hana.

Ég vil taka það fram að hún er ekki feit, hún er mjög hávaxin miðað við aðra krakka á sínum aldri og bráðþroska, er komin með margar fullorðinstennnur og svo framvegis, veit ekki hvað er að þessum krakkahelv…. Hún er bara æðislega sæt, ljóshærð með krullur og brún augu, en það er ekki málið. Hvað eru litlir 6 ára krakkar að pæla í því hvort að einhver á þeirra aldri sé feitur eða ekki, það er eitthvað svo sjúklegt, ekkert smá hörmulegt að rústa sjálfstrausti einhvers sem er 6 ára, eru það foreldrarnir sem að eru þá svona gagnrýndir á annað fólk? Eða eru krakkar bara svona grimmir því þau kunna ekki að setja sig í spor annarra? Ég bara skil ekki svona, ég er ekkert smá miður mín fyrir hennar hönd.
Hvað er hægt að gera? Mamma er búin að tala við kennarann en næsta skref er að tala við skólastjórann, bara skil ekki hvaðan þessir krakkar fá hugmyndir í að gera svona því hún er ekkert öðruvísi en hennar börn á hennar aldri, er greinilega bara svona óheppin, en þótt hún væri eitthvað öðruvísi ætti það ekkert að skipta máli því þetta eru bara börn. Ef að ég ætti barn og kæmist að því að barnið mitt væri að leggja einhvern í einelti yrði ég galin.
En allavega hvað finnst ykkur?