Hefur þetta breyst til betra???
Mig langaði bara að leyfa ykkur að njóta minnar pælingar hérna he he, málið er að ég á eina stelpu sem var að byrja í skóla og ég eiginlega bara á ekki orð yfir hvað allt hefur breyst og í rauninni mætti kenna skólunum bara um einelti að vissu leiti. ‘Eg man þegar ég var lítil þá t.d fór maður bara með nestið sitt í skólann og ekkert mál en nú eru komin mötuneyti sem er kannski gott á sinn hátt en spáum aðeins meira í þessu, matarmiðinn fyrir mánuðinn er um 6000kr, mjólkurmiðinn fyrir mánuðinn um750kr, svalamiðar um1350kr og svo eru jógúrtmiðar og fleira en ekki nóg með það heldur eiga þau svo líka að koma með nesti með sér fyrir morgunkaffi!!! Hvernig er málið fyrir mæður eða fólk sem er kannski ekki vel efnað, hvað gerir það, segjum að það hafi ekki efni á þessu, verður þá ekki þeirra barn eina barnið sem situr í mötuneitinu að horfa á hina krakkana borða heita máltíð en það með brauð? Væru ekki miklar líkur á því að það yrði jafnvel fyrir einskonar útskúfun einnig bara vegna þess að það fær ekki sama og hinir krakkarnir? ’Eg vil endilega heyra hvað ykkur finnst um þetta en ég skil ekki afhverju allir koma ekki bara með nesti, það var ekkert svo slæmt þegar maður var sjálfur yngri og svo er þetta alveg fáránlega dýrt líka! 'Eg er að meina með þessu að þarna eru skólarnir kannski að reyna gera betur en þarsem þetta er frekar dýrt getur það bitnað verr á þeim sem minna mega sín.