Misnotkun
Ég var að labba um í skólanum og ætlaði að kíkja inná bókasafnið athuga hvort félagi minn væri þar. Þar rakst ég á bók að nafni Ekki segja frá og vakti það strax athygli mína. Fór ég að lesa hana og komst strax inní bókina. Aðalsöguhetjan Saga er 7 ára þegar bókin byrjar og í þann mund eftir að breyta lífi hennar til frambúðar. Fósturbróðir hennar sem þá er 13 ára snertir hana meðan hún var sofandi og “kippir í” á meðan. Á svipuðum tíma er mamma Sögu ólétt. Saga var hrædd en vildi engum segja frá þessu. Næstu daga og ár hélt þetta áfram og með “vilja” hennar þar sem hún hélt að bróðirinn Jóhann elskaði hana í raun og veru. Það er ekki fyrr en Saga er orðinn 13 ára og hann kom með kærustu heim að hún fór að taka eftir að þetta var ekki eðlilegt. Þessi misnotkun átti svo eftir að hafa áhrif á unglingsár stelpunar og byrjar 13 ára að reykja, drekka, reykja hass og 14 ára byrjuð í kókaini. Eftir að hafa lesið í klukkustund flétti ég yfir um 50-100 bls og var komið á það stig að strákurinn var byrjaður að misnota litlu systur sem var það 7-´12 ára gömul. Aldrei hef ég nokkurn tíman fengið jafn mikið sjokk á ævinni og lesa þessar lýsingar og ógeð. Hugsa ég þá hvernig á ég eftir að getað eignast börn í framtíðinni með það á tilfinningunni að einhver gæti farið að misnota barnið mitt??? Misnotkun á eftir að hafa áhrif á sálarlíf barnsins það sem eftir er ævinnar. Í þessu tilfelli að ungt saklaust barn leiddist útí rugl og svo framvegis. Vildi bara koma á framfæri sjokkið sem ég fékk að því að lesa þetta. Bókin er eftir unga stelpu sem ég man ekki nafið á en heitir EKKI SEGJA FRÁ.