Leikhegðun barna er oftast hægt að greina í sex flokka

Aðgerðaleysi
Í aðgerðalausum leik eru börn ekki að leika sér heldur að fylgjast með því sem vekur áhuga þeirra. Þau geta orðið upptekin af einhverju einu , elta fullorðinn eða klifra upp og niður af stól.
Einleikur
Á þessu stigi leika börn sér sjálfstætt að eigin leikföngum og reyna ekki að leika við önnur börn í nágrenninu. Hegðun á þessu stigi er eigingirni og lýsir sér í sjálfelsku viðhorfi.
Áhorfandi
Felst í að fylgjast með öðrum krökkum að leik. Áhugi á leik annara barna vex og forvitni eykst. Í framhaldi af því fara þau að spyrja spurninga og hlusta á svörin.
Samhliða leikur
Börnin leika sér sjálfstætt og leikathafnir eru notaðar til að koma sér í samband við önnur börn. Þar sem börnin eru enn í aðalatriðum sjálfselsk í eðli sínu og geta ekki enn skilið og deilt viðhorfum, tilfinningum og athöfnum annara. Þau leika við hlið þeirra frekar en með þeim.
Tengsla leikur
Á þessu stigi geta börn samsamið sig öðrum og leikið meira með þeim en á fyrri stigum. Leik getur verið lýst með því að deila, fá lánað og lána leikföng.
Samvirkur leikur
Þessi tegund leikja er mest lýsandi fyrr en eldri börn. Hann einskorðast við aðila í skipulögðum leikhóp. Leikhópurinn er yfirleitt markviss og er stjórnað af einum eða tveimur aðilum sem setja hinum börnunum fyrir verkefni.


Útileikir
1. Líkami barna er að vaxa hratt og hann þarf ahliða æfingu, fyrst og fremst tækifæri til að geta hreyft sig frjálst og óþvingað.
2. Við þurfum að gæta að því að klæðnaðurinn þvingi þau ekki en sé ávallt samsvarandi verðurfari.
3. Börnum er hreint loft nauðsynlegt
4. Útileikir og hreint loft örva matarlyst barnsins og gerir það „eðlilega þreytt“ . Þá nýtur það líka eðlilegrar hvíldar.
5. Börnum er andlegur og líkamlegur léttir í því að komast út að leika í það frjálsræði sem þar ræður ríkum og útivist+ veitir þeim. Börnin þurfa að fá útrás fyrir innibyrgði orku og tilfinningum.
6. Á leikvellinum gefst tækifæri til þess að læra ýmsar hagnýtar varúðar og öryggisreglur.
7. Í útiverunni ættu börnin að geta komist að því hvers þau eru megnug og geta lært að treysta á sig sjálf í því sambandi.


Hvað er leikur ?
Leikurinn er háttsemi á mörkum annara mannlegra athafna. Þótt engin ein kennig veiti fullnægjandi eða allsherja skilgreingingu á því hvað leikur er, virðist flestir vera sammála um tiltekin auðkenni sem tengjast leik og afmarka hann frá öðrum athöfnum eða öðru atferli.

1. Leikur er ánægjulegur. Það er gaman að leika sér.
2. Leikferlið, sjálfur leikurinn, veitir barninu ánægju en ekki afrek leiksins, afköst eða árangur.

3. Barn leikur sér af fúsum og frjálsum vilja. Leikur er ekki bundinn neinni skyldu eða kvöð.
4. Leikurinn er frjáls athöfn.
5. Leikur á hug barnsins allan. Barnið er niður sokkið í virkum leik og hugfangið af honum.
6. Öll börn hafa meðfædda eðlishvöt til að hreyfa sig. Þau geta næstum aldrei verið kyrr. Í leikjunum fullnægja þau þessari eðlishvöt mjög eðlilega og alhliða.

Kostir leikja
1. Leikir eru athöfn sem flestir hafa gaman að hvort sem þeir eru ungir eða gamlir.
2. Góða og skemmtilega leiki er hægt að eyða miklum tíma í þar sem börn hafa mikla athafnaorku.
3. Þau læra að aldrei má beita ranglæti í leik og að eigi skal heldur þola misrétti. Þannig lærist ráðvendi með einföldum og raunsönnum hætti og mun það vera árangursríkara en sífelldar predikanir um ráðvendi og sigæði.
4. Leikina notum við meðal annars sem kennslutækni til að þjálfa samvinnu, efla aga, sjálfstraust og til að þjálfa sjálfsaga.
5. Börnin læra smátt og smátt að ofmetnast ekki af sigri og láta heldur ekki hugfallast við ósigur. Leikirnir efla viljakraft og knýja fram þol, þrautsegju, kjark, áræði og yfirleitt allt það sem þarf til að hlýða og einnig stjórna en síðast en ekki síst til að hafa stjórn á sjálfum sér.
6. Leikir eru meira en gaman, þeir eru mikil líkamleg æfing.

Stjórnun leikja.
Sá sem stjórnar leik ætti að hafa í huga eftirfarandi atriði því að þau hjálpa stjórnanda að stjórna leiknum.

1. Stjórnandi verður að hafa allar reglur á hreinu og ekki víkja því frá þeim en hafa skal í huga að börn geta meðtekið fáar reglur í einu. (Fáar en skýrar)
2. Stjórnandinn má ekki láta byrjun leiksins taka of langan tíma. Börnin geta ekki verið kyrr í langan tíma.
3. Stjórnandinn verður að vera glaðlegur, röskur, gamansamur og kostur er að vera fyndinn við og við.
4. Stjórnandinn verður að varast að láta ekki alltaf duglegsustu börnin kjósa í liðið. Því að jafnvægi verður að vera svo allir deili foringjahlutverkinu. (Helst ekki láta kjósa)
5. Stjórnandinn skal sjá til þess að þeir lökustu fái bestu æfinguna (gott er að gefa þeim ákveðið hlutverk)
6. Enginn má vera utanveltu í leiknum. Ef einhver er til dæmis slæmur í fæti eða hendi þá skal reyna að nýta hann sem aðstoðarmann, dómara eða tímavörð.
7. Gleðjast börnin ekki í leik má ekki neyða þau í hann heldur velja strax annan leik..
8. Í fyrstu eru leikreglur brotnar á ýmsan hátt, því ekki er unnt að kenna þær allar í einu. Stjórnandinn má alls ekki vera sífellt að stöðva leikinn, finna að og /eða leiðbeina. Stjórnandinn á að stöðva leikinn við og við þegar þess er mest þörf og kenna aðeins eina leikreglu í hvert sinn.
Paladin Orc lvl 70