
Hlynur Snær fæddist 11. ágúst 2002, 10 vikum fyrir áætlaðann fæðindardag. Allt frá fæðingu hefur hann verið ofur-duglegur og kennir sér ekki meins þó hann hafi fæðst svona snemma á meðgöngunni. Við foreldrarnir höfum verið dugleg að passa að hann fái ekki pestir og þess háttar, því fyrirburar eru viðkvæmari en önnur börn. Hann hefur ekki fengið að fara í heimsóknir þar sem veik börn eru. Þið getið skoðað heimasíðuna mína (http://www.arnigunnar.net/) ef þið viljið lesa meira um þennan undra dreng.
Þar sem þetta er okkar fyrsta barn sem fer á leikskóla, langar mig að brydda upp á smá umræðu um þá. Hvernig er starfið á ykkar leikskóla? Eru börnin ykkar ánægð þar sem þau eru? Leikskólinn sem Hlynur Snær fer á heitir Vinaminni og er einkarekinn leikskóli í Asparfelli. Hann byrjar hálfann daginn frá kl. 8-12. Okkur leist mjög vel á leikskólann. Hann er lítill (42 börn), 2 deildir og 5 leikskólakennarar sem okkur skilst að sé mjög gott.
Ég veit ekkert hvernig leikskólar virka, hvað er gott og hvað er vont. Maður verður bara að komast að því þegar líður á … maður verður orðinn sérfræðingur í þessu þegar hann loksins fer í skóla.