Í dag á ég 4 ára stelpu sem er alheilbrigð og gullfalleg,
hún er með lítið ör á maganum,rétt við hliðina á naflanum.
Stelpan mín fæddist með garnirnar fyrir utan líkaman,
fæðingargalli sem kallast gastroschisis,
ég var svo heppin að þetta kom í ljós strax í fyrsta sónar,
sem er frekar sjaldgæft,því erfitt er að greina þetta svo snemma.
Ég var send til Rekjavíkur í frekari skoðun og endaði með að vera í eftirliti þar alla meðgönguna.
Ekki er vitað hvað veldur þessum sjaldgæfa galla,og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér kemur þessi galli fram í einu af hverjum 10.000-15.000 fæðingum.
gallin lýsir sér þannig að litið gat er hægra megin við naflann og þar þrýstast garnirnar út.
Þar sem garnirnar eru alveg berskjaldaðar og ekkert sem ver þær,þá mega konur ,sem ganga með börn sem greinast með gallan,ekki fæða venjulega,vegna hættu á að garnirnar skemmist í fæðingunni.Því er keisaraskurður ákjósanlegri.
Ég var 18 ára þegar ég varð ófrísk af dóttur minni.
Eftir tæpa 7 mánaða meðgöngu fór ég enn eina skoðunina í rvk,(en vegna gallans þurfti ég að vera undir tvisvar sinnum meira eftirliti heldur en gengur og gerist)þá kom í ljós að snúist hafði upp á garnirnar á dóttur minni og stífla hafði myndast,sem olli því að mjög lítið blóðflæði var um hluta garnanna og því mikil hætta á að drep myndi myndast,en það myndi gera ástandið enn flóknara og verra.
Ég var því lögð inn á meðgöngudeild til að hægt væri að fylgjast með,dagin eftir var ástandið mun betra og stíflan virtist að mestu horfin,ég fékk að fara heim en átti að mæta aftur daginn eftir.
Á þessum tíma var byrjað að sprauta mig í magann með sterum til að flýta fyrir þroska lungnanna hjá barninu,einnig fór ég í nokkrar legvatnsástungur,en það er eitt það ótrúlegasta sem ég hef farið í,þar er stórri nál stungið niður í bumbuna(með hjálp sónartækis)og náð er í legvatn til að greina.og það ótrúlega er að þú finnur ekki meira fyrir þessari nál heldur en þessum venjulegri sprautu í handlegg.
jæja,svo mætti ég daginn eftir,þá sást að stíflan var komin aftur og nú mátti engan tíma að missa,ég mætti í skoðun kl.11 og nú átti að skera mig kl.13:00 á 33viku meðgöngu.
Kl 13:49 var dóttir mín komin í heimin, 1736 gr og 42 cm,
Ég fékk að sjá hana eitt augnablik og svo var henni flýtt inn á skurðstofu þar sem tók við 4 tíma aðgerð til að setja garnirnar aftur inn og sauma fyrir.Aðgerðin gekk vel og dóttir mín var flutt á vökudeild 1,sem er gjörgæsludeild fyrir ungabörn.
Dóttir mín var í öndunarvél í einn sólarhring og fór þá að anda af sjálfsdáðum,miklu fyrr en læknarnir bjuggust við,
Á þriðja degi fékk ég að halda á henni í fyrsta skipti,
pínulítil með slöngur og nálar allstaðar á þessum agnarsmáa líkama.Sú stutta spjaraði sig vel,Hún fékk reyndar sýkingu einu sinni og guluna líka en hún hristi þetta allt af sér og var komin heim til mín eftir einn mánuð á vökudeild.
Í dag er stelpan mín orðin 4 ára og aldrei hefur þessi fæðingargalli háð henni á nokkurn hátt,Hún er heilbrigð og falleg og eina merkið sem hún ber er þetta litla ör við hliðina á naflanum.
13 dögum eftir að dóttir mín fæddist átti góð vinkona mín lítinn dreng,Hann var með sama galla en annað afbrigði gallans,það sem kallast omphalocele,þá er himna utan um garnirnar.(Skrítin tilvilun þar sem við vinkonurnar vorum búnar að vinna saman í nokkur ár og þessi galli svona sjaldgæfur)
Þessi vinkona mín fór í gegn um eðlilega fæðingu þar sem þessi galli sást ekki í sónar hjá henni,himnan utan um garnirnar bjargaði görnunum alveg í fæðingunni,en omphalocele geta fylgt fleiri gallar og var það með drenginn að hluta af ristlinum vantaði líka hjá honum.Þessi litli stúfur fór í þrjár aðgerðir,fyrst til að búa til stóma( poki sem kemur utan um gatið á maganum,en þar koma hægðirnar í gegn,vegna vöntunar ristils)
og í síðustu aðgerðina þar sem var hægt að loka fyrir stómað,þegar hann var aðeins nokkura mánaða ( en það er mjög sjaldgæft að hægt sé að loka fyrir stóma svona snemma)
Við vinkonurnar vorum því mikið saman á vökudeildinni og í dag eru börnin okkar bestu vinir sem hægt er að finna.
Kveðja Tara