Ég hef einstaka sinnum keypt mother and baby tímaritið og ég sá þar smá klausu þar sem að fólk var að tala um að þau hefðu tekið sig til og klætt barnið upp og tekið myndir af því á hverjum sunnudegi og sett svo í albúm og þegar að albúminu var flett mátti glögglega sjá þroska barnsins.
Ég verð að segja að ég gat ekki annað en brosað yfir þessu.
Þetta er alls ekki vitlaus hugmynd og getur bara verið skemmtilegt fyrir barnið í framtíðinni.
Á sunnudaginn vorum við í heimsókn hjá foreldrum mínum sem og við gerum svo oft um helgar. Þar var amma og afi(lang- amma og afi.) Og þau hafa ekkert séð hana svo rosalega lengi og voru eitthvað að pæla í því hvoru okkar hún líktist en það er bara erfitt að segja því hún er svo blönduð. En þegar hún var nýfædd þá var hún nákvæmlega eins og pabbi hennar og sögðu ljósmæðurnar það fer sko ekki á milli mála hver á þig.:)
Svo fórum við að skoða myndir af mér þegar ég var lítil og svo virðist vera sem hún hafi augun mín og nef en munninn hans pabba síns. En svo er ekkert að marka þetta nema sjá myndir af manninum mínum þegar hann var lítill en það bara nennti enginn að taka myndir af honum þegar hann var lítill en svo eru haugarnir af myndum af systrum hans. Og í sannleika sagt finnst mér það sorglegt því hann er nefnilega ekkert svo líkur systrum sínum.
Svo virðist vera sem fólk taki endalaust af myndum af frumburðinum svo slatta af því næsta svo gleymist nánast yngsta barnið svo það er eins gott að fólk sér ekkert að eignast fjórða barnið því það myndi enginn nenna mynda það.
Mér finnst þetta sorglegt því hvert barn er sérstakt útaf fyrir sig.
Svo ég hvet ykkur til að gera ekki uppá milli barnanna ykkar.
Því það er svo dýrmætt fyrir börnin svona seinna meir.
Við höfum tekið alveg þvílíkt magn af myndum bæði á venjulega og digital. Svo hef ég tekið venjulegu myndirnar og valið þær bestu og látið gera auka eintak fyrir mig og sett í sérstakt myndaalbúm sem að dóttir mín fékk í skírnargjöf.
En við höfum frá því um miðjan júlí tekið um þúsund myndir að minnsta kosti á digital vélina og þær eru margar hverjar alveg kostulegar. Það verður ekki neitt smá gaman að skoða þetta þegar maður verður gamall.
Krusindull