Það er ekkert eins gaman og að fylgjast með börnum og dýrum í návist hvort annars.
Í dag fórum við til mágkonu minnar og hún á læðu sem að eignaðist fjóra gullfallega kettlinga sem að núna eru um 9 vikna gamlir.
Nú dóttir mín var nú ekkert alltof hrifin af þeim þegar þeir komu of nálægt henni en hún hafði samt alveg rosalega gaman af því að horfa á þá.
Svo leið smá stund og hún fór að fikra sig nær þeim en hafði samt alltaf varann á því auðvitað veit maður ekkert hvað þessir slagsmála kettir kunna að gera manni.
Að lokum ákvað mín bara að hætta þessu og tók sig til og fór að vera voða alúðlega og klappaði einum kettlingnum svona líka fallega með nettum og mjúkum strokum.
Svo þegar að við vorum búin að vera þarna í eina tvo tíma fóru kettlingarnir að taka uppá því að troða sér ofan í háa bast ruslatunnu og lágu þar tveir kettlingar ofan á pappir. Nú ung og forvitin daman varð að fá að sjá þá ofan í körfunni og klappa þeim og setti svo barast tunguna út og byrjaði að anda eins og hundur og benti á kettlingana. Og í hvert sinn sem að hún sá körfuna rak hún útúr sér tunguna og lét eins og hundur og benti á körfuna.
Svo rétt áður en að við fórum heim fórum við að rúlla á milli svona litlum bolta og kettlingarnir höfðu alveg þvílíkann áhuga á þessum bolta og eltu bara boltann í kapp við hana.
Það er svo gaman af því þegar að börnum og dýrum semur vel.
Ég vildi óska að ég gæti tekið að mér einn af þessum kettlingum:( aldrei má maður neitt.
Krusindull