Það eru nokkur ár síðan að ég sat uppi með tveggja til tveggja og hálfs árs gamalt barn mér bláókunnungt í nokkrar klst, sökum drykkju foreldra þess á fjölskylduhátíð á Klaustri. Það byrjaði með að ég fór með dætur mínar á salernið um kl.7 að morgni laugardags og inn á klósettinu var blindfull manneskja með bleyjubarn og hún stóð varla í fæturnar sökum drykku hvað þá gat hugsað um þetta barn. Ég var svo hissa að ég fattaði ekkert að láta lögreglu vita en fór nú samt og talaði við gæsluna á staðnum og bað þá að fylgjast með tjaldinu sem ég sá konuna skrönglast aftur inn í. Ég varð hálf miður mín yfir þessari sjón og treysti ekki gæslunni til að fylgjast með þessu, enda fannst mér þau ekki finnast þetta neitt athugavert og ákvað sjálf að fylgjast með tjaldinu. Ég heyrði öðruhverju grát þaðan en heyrði alltaf í einhverjum fullorðnum þannig að ég aðhafðist ekkert fyrr en ég sá litla barnið koma skríðandi undan tjaldinu og ganga rakleitt að róló.
Við þá sjón ákvað ég í samráði við manninn minn að hafa samband við lögreglu sem kom nokkrum klst síðar, þá var enginn hreyfing búin að vera á foreldrum barnsins sem voru svo vakin af lögreglunni, fylgt út af svæðinu og barnið var komið í hendurnar á edrú frænku sem gat komið og sótt það með stuttum fyrirvara. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta mál endaði en er fullviss um að það hefur endað að hluta til inn á borði hjá barnaverndarnefnd sem hafði samband við mig stuttu seinna til að fá nánari lýsinu á atburðinum (þó held ég að foreldranir hafi bara fengið viðvörun og trúlega komist á svartan lista).
En spáið samt að lenda í þeirri aðstöðu að vera vakin upp af lögreglu og tilkynnt að maður fái ekki barnið sitt og verði að pilla sér heim og helgin er varla byrjuð. Ég held að fáir hérna óski sér að eiga svona minningar um verslunarmannahelgina fyrir utan að það er ömurlegt að breyta ferðalagi sem gæti orðið frábær minning í huga barns í skelfilega minningu. Þannig að mín skilaboð þessa helgina eru, annað hvort skemmtið ykkur edrú með börnunum ykkar eða fáið pössun og dettið í það, ekki blanda þessu tvennu saman!
Kv. Esthe
Kv. EstHer