æji, litli anginn minn er núna búinn að vera lasinn í næstum mánuð.. hann er með eyrnabólgu og smá astmaeinkenni :( alltaf að hósta og svo getur hann varla andað stundum og heyrist alltaf svona hljóð eins og hann þurfi að hósta.. geggjað óþægilegt að hlusta á það sko :( ég fór með hann til læknis og fékk hóstasaft og eitthvað meðal við eyranu á honum.. svo fékk hann líka svona astma púst.. og það er bara hreinasta helvíti fyrir greyið að þurfa að anda þessu að sér! hann bara tryllist bara ef hann sér draslið sko.. æji það er svona gríma yfir nefið og munninn og svo belgur og svo pústið á hinum endanum.. og bara ef maður kemur nálægt þessu dóti með hann.. þá bara heyrast lætin í næstu götu sko! bara þvílíkar grenjur og öskur! og það er alveg ægilegt að þurfa að pína þetta svona ofan í hann! alveg ömurlegt.. en hann verður víst að fá þetta.. svo honum batni litla greyinu.. en sko.. enginn sem ég þekki hefur séð eða heyrt um barn sem er svona agalega hræddur við þetta.. eins og til dæmis litli frændi minn.. hann er að vísu 7 ára núna en þegar hann var eins árs fékk hann svona.. og honum fannst ekkert smá gaman að anda í tækið og vildi bara meira og meira! svo er minn svona agalega smeykur við þetta allt saman :( en það lagast vonandi.. hlítur að vera :) allavega á honum að batna við þetta svo það er víst þess virði að pína þetta ofan í hann..
bara svona leifa ykkur að vera með…… :)

kveðja :)

GIZ