Halló kæru hugarar!
Núna eina helgina í Júní fór ég í útileigu. Það væri nú ekkert áhugavert við það nema hvað að ég fór með félagi CP. Fyrir þá sem ekki vita það er CP ákveðin fötlun, en ástæðan fyrir því að ég fór í þessa útileigu er að ég á tvö frændsystkini sem eru með þessa fötlun, þau Telmu og Úlfar Darra. Mig langaði að útskýra fyrir ykkur þessa fötlun og vekja aðeins athygli á henni þar sem þetta eru allt mjög skemmtilegir krakkar og allt of lítil umræða er um svona hér á huga.
Þennan bút tók ég af heimasíðu félagsins, cp.is :
Cerebral Palsy (CP) er hreyfihömlun sem orsakast af óafturkræfum skemmdum á heila, sem verða áður en hann nær fullum þroska. Þessar skemmdir geta orðið fyrir, í eða á fyrstu árum eftir fæðingu.
CP getur birst í mörgum myndum, mis alvarlegum og fötlunin getur því haft ólík eða lítil áhrif á daglegt líf þess fatlaða.
CP hefur á íslensku verið nefnt heilalömun eða heilalæg lömun. Mörgum þykir það nafn ekki lýsa fötluninni og margbreytileika hennar nægilega vel. Eitt af markmiðum félagsins er að kynna hugtakið Cerebral Palsy (CP) og fyrir hvað það setndur. Cerebral Palsy er almennt notað um fötlunina í erlendum tungumálum þar á meðal hjá öllum norðurlandaþjóðunum.
Það er því full ástæða að Íslendingar læri að þekkja og nota hugtakið Cerebral Palsy.
Endilega kynnið ykkur þetta betur því þetta eru yndisleg börn!