Ég er með smá áhyggjur af 3 ára dóttir minni.
Þannig liggur í málinu að ég er að fara að eignast barn í mars, og ég er dauðhrædd um að hún eigi eftir að taka því eitthvað illa.
Hún er nefnilega mjög eigingjörn á mig :(
T.d. þarf ég að svæfa hana í hvert einasta skipti sem hún fer að sofa, pabbi hennar má það ekki, og ef ég geri það ekki þá bara hreinlega sofnar hún ekki! (smá pirrandi)
Og eins líka þá eltir hún mig út um alla íbúð, það liggur við að ég þurfi að henda henni með valdi útaf baðherberginu ef ég vil fá að pissa í friði! :)
Ég er náttúrulega að reyna smátt og smátt að segja henni að litli bróðir eigi eftir að þurfa á mér að halda líka .. en þið vitið hvernig þetta er.
Vitið þið um einhver ráð til að “undirbúa” hana fyrir þetta ?
Mér nefnilega þætti hræðilegt ef að henni fyndist ég vera að eyða meiri tíma með nýja barninu eða að “afneita” henni á einhvern hátt :(
Takk fyrir
Zallý
———————————————–