Mamma og pabbi eru búin að ákveða nöfnin bæði ef það sé stelpa eða strákur, þau eru roslega flott bæði… ég má bara ekki segja neinum þótt mig langi þess ótrúlega!!!
Mamma er að hætta að vinna eftir 2 vikur og verður þá íbarneigna fríi æi 12 mánuði….. hlakkar soldið til. Mér finnst núna rosalega gaman að finna barnið sparka, mamma og pabbi eru allveg að fara á límingunum hvað þeim hlakkar til, og amma og afi eru ótrúlega spennt, mamma og pabbi eru líka farin að vera meira heima og vera meira með okkur :) þau eru bara ótrúlega fínt fólk :).
Litla systir mín er (að verða 2 ára) hún er ekki allveg að fatta þetta, en kallar bumbuna bara bolla, við erum að reyna að segja henni að þetta sé litla barnið en hún fer bara að hlæja, híhí. En aftur á móti stelpan sem er 10 ára (systir mín) hún er geðveikt spennt og er strax byrjuð að spurja hvort hún megi einhverntíman passa litla barnið!!
Ég vildi bara segja ykkur hvernig málin stæðu, því ég hef soldið verið að fá svona pósta; fer litla bumban enn í taugarnar á þér??
kveðja MYASS
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá