Dóttir mín og vinkona hennar voru að vinna úti á landi í sumar. Þær gistu hjá frænku dóttir minnar. Þær voru ráðnar í júní og júní og júlí. Þær eru 15 ára gamlar. Þær voru báðar mjög glaðar og hamingjusamar yfir að vera komnar í bæinn þegar þær komu heim seint á föstudagskvöld eftir tveggja mánaða útiveru.Klukkutíma síðar hringdi vinkonaog allt var orðið ömulegt. Pabbi hennar var búinn að rífast við hana og mamma
hennar skamma hana,
fyrir hvað veit ég ekki. Þetta er það leiðinlegasta sem ég horfi uppá í þessum heimi.
Þegar foreldra eru að skammast í börnunum sínum, oft yfir ekki neinu. Maður horfir uppá þetta
allt of oft, í verslunum, heimahúsum eða hvar sem er. Þá er verið að reyna að ala börnin upp með þessum aðferðum að skammast í þeim. Maður sér of mikið að því að fólk tali niður til barnanna sinna í staðinn fyrir að tala við þau eins og jafninga. Því að á þessu æviskeiði mótast börnin
fyrir lífstíð og erfið æska á eftir að fylgja þeim alla ævi. Á meðan þau eru börn og unglingar
eiga þau að hafa gaman af lífinu. Það er víst nógur tími til að hafa áhyggjur seinna þegar þau eldast. Þessi vinkona hennar kom t.d. hér einu sinni eldsnemma á sunnudagsmorgni (kl.9) hágrátandi eftir rifrildi heima hjá sér. Foreldra beita oft furðulegum uppeldisaðferðum.
T.d. má þessa stelpa ekki bjóða strákum heim til sín bara stelpum þó að þau séu nokkur saman.
Það verður náttúrulega til þess að hún verður minna heima hjá sér og hittir krakkana (bæði stráka og stelpur) annars staðar. Enda er hún oft hérna og þar sem hún getur hitti stráka.
Er ekki betra að leyfa krökkunum að bjóða hverjum sem er inn til sín og geta fylgst með þeim ?
Ég bara spyr?? En svona gengur þetta misjafnlega.
Fyrigefðið, ef ég virðist eitthvað pirraður… en það er bara svo leiðinlegt að horfa upp á þetta.
Kæru foreldrar hvað finnst ykkur
um uppeldi á börnum? Eru margir foreldrar ekki hæfir til að ala upp sín eigin börn? EÐA…
á misjöfnu þrífast börnin.
Eru engir foreldrar hér á
Hugi.is sem hafa áhuga á uppeldri barna sinna og eru tilbúnir að ræða það.
Með von um góðar umræður,
Kær kveðja, Cavalier.