Góð grein og skemmtilegar pælingar! :)
Ég vil einmitt taka undir með Viceroy og benda á það að Emil í Kattholti gerist í kringum aldamótin 1900, þegar barnauppeldi var allt öðru vísi en það er í dag. Þá þótti ekkert tiltökumál að loka börn inni, berja þau o.fl., ef þau voru óþekk. Hann Anton Svensson (pabbi Emils) er nú að vísu dálítið ýktur, en það er sama…
Á 19. öld var fólk miklu strangtrúaðra en það er í dag, og í barnauppeldi fór það gjarnan eftir því sem segir e-s staðar í Biblíunni (Orðskviðunum minnir mig): “Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn”. Eða á ensku: “He who spares the rod, spoils the child”. Það var semsagt kristilegt að berja börn, og það var m.a.s talið að ef börn væru ekki barin, þá yrði ekkert úr þeim! Sbr. orðatiltækið, “enginn verður óbarinn biskup”. Svo trúði fólk því líka að það væri að berja erfðasyndina úr barninu… Á milli þessa voru börnin bara “to be seen and not heard” eins og Englendingar sögðu á Viktoríutímabilinu!
Það eimir ennþá eftir af þessum hugsunarhætti í Biblíubeltinu í Bandaríkjunum. En sem betur fer er þetta á undanhaldi hér á Norðurlöndum. Hitt er svo annað mál að við höfum jú gengið út í öfgar á hinn veginn…
Ég held að málið sé, eins og e-r sagði, að veita börnunum nóga athygli, líka (og fyrst og fremst) þegar þau haga sér vel! Agi snýst ekkert bara um refsingar. Hann felst í því að kenna barninu muninn á réttu og röngu.