Samræmdu prófin eru ný afstaðin og eins og oft gerist komu unglingarnir saman.
Að þessu sinni komu þau saman í Hellisgerði sem er einskonar þjóðgarður Hafnfirðinga.
Mikið var um áfengisneyslu og var Lögreglan kölluð til.
Færði hún alla þá er undir voru aldri til lögreglustöðvar, þar sem foreldrar voru látnir sækja börnin.
Einnig hellti hún landa og öðru áfengi er unglingarnir höfðu verið meðferðis.
Eftirmál:
Eitthvað var um það að foreldrar væru ei sáttir við þessi vinnubrögð lögreglunnar.
Vildu sumir foreldrar meina að lögreglan hefði ekkert leyfi til afskipta af þessu tagi.
Þá var haft eftir að þeir sjálfir (foreldranir) hefðu keypt áfengi fyrir börn sín.
Liggja nú fyrir kærur á hendur lögreglunni í Hafnarfirði fyrir afskipti sín.
Á sama tíma:
Samtímis þessu eru fréttir þess efnis að forvarnir í Hafnarfirði séu minni en annars staðar og drykkja og fíkniefnaneysla unglinga sé meiri í Hafnarfirði en annars staðar á landinu.
Vilja menn skýringar yfirvalda á þessu, og benda á forvarnarnefnd.
Umhugsunarefni:
Ekki skil ég hvernig yfirvöld eiga ná tökum ástandi þessu þegar foreldrar sjálfir standa sig ekki og ganga jafnvel svo langt að kæra lögregluna fyrir að grípa inn í.
Það er í raun vítavert að afhenda barni áfengi, og enn vítverðara að kæra þann er ætlar sér að stöðva framrás glæpsins.
Vandinn er að mínu mati ekki lögreglan eða bæjaryfirvöld.
Vandinn er foreldrar er ekki hafa þroska til að halda barni og ala það upp svo að úr verði hæfur einstaklingur.
Hvað finnst ykkur annars um þetta, kæru Hugarar?
Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.