Það er eitt að vefjast fyrir mér í sambandi við forsjá barna, og það er hversvegna í ósköpunum það er undantekningalaust (nánast) reglan að barnið sé hjá móðurinni og pabbinn fær bara ca 4 daga í mánuði, þetta er svo rangt gagnvart barninu, það þarf á báðum sínum foreldrum á að halda. Það hefur verið sagt að það sé svo vont fyrir barnið að vera á sífeldum þeytingi á milli foreldra, en ég blæs á svoleiðis rök, því að hversu vont er það fyrir barnið að lifa í sínum heimi í lengri tíma (því tíminn líður öðruvísi hjá börnum), vera svo rifinn upp aðra hverja helgi og “verða” að vera hjá pabba sínum í tvo daga og þegar barnið er farið að rógast á öðrum degi þá er því skilað aftur til móðurinnair, eins og pabbanum hafi ekki líkað við barnið og ákveðið að skila því aftur. Þá held ég að það sé betra að barnið sé 2 vikur til skiptis hjá sitt hvoru foreldri (eða 1 mán, eða 1 vik,) allt eftir því sem að BÁÐUM foreldrum henntar, ekki bara móðurinni.
Það er miklu auðveldara fyrir barnið að vera helgi og helgi hjá því foreldri sem ekki er með forræði, heldur en í viku og viku.
Hvernig liði þér ef þú þyrftir að búa á tveimur stöðum. Eina viku hér og aðra viku þar. Það er miklu auðveldara að fara eitthvert aðrahvora helgi heldur en að búa á tveimur stöðum. Og þegar barn á í hlut á það erfitt með að átta sig á tíma svo það verður óöruggt og veit aldrei hvar það verður þann og þann daginn. Auk þess eiga börn oftast vini í hverfinu sínu og það er erfitt að vera slitinn burt frá vinum sínum í langann tíma í einu.
Ég þekki til systkina sem voru í svona kerfi, þau voru 12 og 16 ára þegar það byrjaði. Strákurinn (16 ára) entist í 2 ár þá gafst hann upp og vildi bara búa á einum stað og flutti inn til pabba síns. Stelpan gat ekki gert upp á milli foreldra sinna og valið annað þeirra svo að hún hélt áfram þar til hún varð 18 ára þá fór hún í rugl og vitleysu, flutti út frá þeim, lenti í brjáluðum hóp og er í stuttu máli sagt í frekar vondum málum. Hún fór alveg yfir um á þessum sífelldu flutningum.
Ég veit að fólk getur alveg komið heilt út úr svona dæmi, en það er mjög erfitt. Það er hægt að tala við barnið í síma og heimsækja það í miðri viku til að halda sambandinu góðu.
Ég mæli alls ekki með svona kerfi, það er mannskemmandi. Aftur á móti skil ég vel að það er erfitt að fá ekki að hafa barnið sitt nema nokkra daga í mánuði, en stundum þarf að hugsa um barnið en ekki sjálfan sig.
0
Ég er þér fullkomnlega sammála Tzipporah. Vika og vika er mannskemmandi fyrir barnið og veldur bara rótleysi.
0
Ég er ykkur ekki sammála því miður í þessu, vegna þess að ég er ekki aðeins að gera þetta mín vegna, heldur hans vegna líka. Ég vill ekki verða einhver helgarímynd í hans huga… og vera pabbinn sem kemur alltaf með fínar og dýrar gjafir í heimsókn. Ég elska hann… og ég veit að hann elskar mig líka og ég vill að það verði megindrifkrafturinn í okkar sambandi. Mér finnst bara ósanngjarnt að ég meigi ekki sjá hann eins oft ég vill… þetta er sameiginlegt forræði, og það er ekkert að raska hans ró, að hann komi til mín og þar fær hann 100% athygli… og að mínu mati er skárra að fá það frá foreldri (og uppalanda) heldur en dagmömmu… En ég held að hann hafi gott af því að vera hjá mér… þessa daga sem ég fæ hann… og mér finnst það ekkert rót vegna þess að það er alltaf á sama tíma.
Gromit
0
Ein spurning til Gromit.
Þú myndir vilja fá að vera með hann meirihlutann og hún fengi að hafa hann hjá sér um helgar?
0
Xenia, þetta er alveg frábær hugmynd hjá þér. Á öllu sýnist mér að gormit sé betra foreldrið í þessu dæmi. Auðvitað á hann að hafa krakkann, og mamman að vera helgarmamma.
0
Hvort ég væri til!!! Málið er líka það að ég hef verið spurður af því hvers vegna ég sé ekki með hann og hún helgarmamma… en get ég svarað því? Málið er bara ekki svo einfalt og það vita líklegast allar mömmur hérna. Ég held að það skipti engu máli hversu góður faðir ég er… vegna þess að það vill enginn ekki sjá barnið sitt á hverjum degi. Svo er það líka það að hún treystir mér ekki til þess að hafa hann hjá mér öllum stundum. Það er greinilega eitthvað sem ég hef gert! En allavegana þá væri ég til í það en ég væri líka til í að hún fengi hann oftar en bara 2 helgar í mán… bara eins og ég vill að það sé komið fram við mig.
Gromit
0