Ég hreinlega verð að segja ykkur frá henni Frænku minni! Hún er 9 ára held ég og er ofvirk (fúnkerar ekki allt alveg rétt í hausnum á henni stundum) En hún er snilldar krakki!
Um dagin þá voru þau fjölskyldan í sumarbústað og voru í smá bíltúr.. Það var rigning og allt blautt og dimt.. Svo segir hún “eigum við ekki bara að drífa okkur heim, svo við villumst ekki og verðum villimenn!” hehe ef mar hugsar útí þetta hjá henni þá er þetta voðalega lógíst, hún bara gerir sér ekki alveg grein fyrir þessum orðasamsetningum.. en mar fattar samt alveg hvað hún erað segja! ;)
Svo er hún algjör dýrakelling.. man hvað öll dýr heita og allt.. Svo voru þau að pæla hvað þau ættu að gefa sysír sinni í afmælisgjöf, hún og bróðir hennar.. Svo á afmælisdaginn hringir hún i mömmu sína í vinnuna.. og segist vera búnað finna gjöf handa systir sinni, það eina sem hún þurfi að gera erað koma heim og skrifa undir! Þá var hún búin að finna kisu í auglysingu og var búin að fara til allra í blokkinni og fá leyfi fyrir henni, vantaði bara leyfið frá mömmunni… en þá sagði mamma hennar henni að systurinni langað ekkert í kisu.. “það er alltí lagi.. ég skal bara eiga hana þá!” segir hún þá ;)
gæti talið upp endalausar sögur af henni ;)