Langar aðeins að segja ykkur frá syni mínum og hans mikla fótbolta áhuga ;) Hann gersamlega elskar fótbolta og ef það er ekki botli til staðar þá bara notar hann eitthvað annað eins og t.d. bangsa eða önnur leikföng. Það er varla hægt að fara með hann inní búð sem selur bolta því að hann vill auðvitað fá þá og sýna listir sínar. Það sem mér finnst svo ótrúlegt er að hann er rúmlega tveggja ára og þvílíkt sem hann er klár og leikinn með boltann!! Hann rekur hann og sparkar svo, sparkar viðstöðulaus skot, hendur honum upp í loft og sparkar svo, og svona mætti áfram telja. Enda fékk hann fótboltamark í garðinn í sumargjöf :) Það var einmitt mjög fyndið um daginn þegar hann sá lottó útdrátt í fyrsta skipti. Þegar kúlurnar fóru af stað þá heyrist í þeim litla: NOJ NOJ NOJ, og svo bara, botti botti (þíðist sem bolti) :)
þetta var ýkt fyndið og ég hló SVO mikið af þessari litlu dúllu sem elskar bolta.
Það er eins gott að fylgja þessum áhuga og já gríðarlegu hæfileikum eftir og hvetja hann áfram, án þess þó að fara fram á of mikið því að það getur verið mjög slæmt.
á tímabili var það þannig að hann sofnaði talandi um bolta, og þegar hann vaknaði þá var það fyrsta sem hann sagði: BOTTI, híhí.
Hér getið þið kíkt á þennan litla fótbolta snilling, www.barnaland.is/barn/2520
kv. poco sem fer að senda Alex Ferguson vídeospólu af hæfileikunum, hehe.