Það er erfitt að vera unglingur í dag með erfiða mömmu.

Það var nefninlega þannig að er unglingurinn og mamman voru að keyra inn loka götuna á leið heim, tekur mamman þá ekki eftir unglinga hóp sem hafði gefið bollulegum ketti athygli sína (kötturinn hæst ánægðu sjarmerandi og nuddandi sér við hópinn).
Mamman snar stoppar sannfærð um að þar sem að þetta væri feitur svartu og hvítur köttur hlyti þetta að vera heimilis dýrið “Emil” og áreiðanleiga í bráð hættu á að hverfa með hópnum.
Unglingurinn veinar hvað í ósköpunum hún sé að gera, “er þetta ekki emil” segir mamman ákveðin og einblínd á köttinn og unglingahópinn,“ Nei þetta er ekki hann” segir unglingurinn óþolinmóður eftir að komast heim. Mamman lætur ekki við segjast og einblínir enn meira…. rennir bílnum hægt og stoppar, “Víst er þetta hann!” Farðu út og náðu í hann!“ ”Mamma ertu eitthvað rugluð, ég fer ekki út að ná í hann!“ segir unglingurinn farinn að
síga niður í bílsætinu í þeirri von um að hópurinn sjái hana ekki.
”Voðalega ertu leiðinleg, að þú skulir ekki vilja bjarga greyið dýrinu… ömurleg“ Svarar mamman til baka unglingurinn ranghvolfir augunum og heldur áfram að síga í sætinu gerandi
sér grein fyrir tímanum sem að bíllinn er búinn að vera staðnæmdur skammtfrá hópnum.
”Jæja þú vilt ekki gera það “ segir mamman móðguð, og stígur út úr bílnum gengur í átt að hópnum og kallar ”kiiiissss,kissss“ nokkrum sinnum. Himinn og jörð falla nú yfir unglinginn sem að gerir nú sitt besta til að hylja andlit sitt og snúa líkamanum í skömm. Nema hvað að eftir nokkur ”kiss kiss“ kemur mamman aftur inn í bíl, ”þetta var ekki Emil“ segir hún og unglingurinn svarar heiftuglega ”já ég sagði að þetta væri EKKI hann" keyra þær svo heim og inn geysist unglingurinn fullur af skömm og niðurlægingu yfir þessu hryllilega atviki sem að átti sér stað
fyrir framan jafnöldrum sínum.

-Sönn smásaga af fjölskyldu minni

*ég er eldri systirin sem er búin að taka út minn niðurlægjingar skammt.