Á barnalandi var um daginn umræða um sængurleguna á Landspítalanum og það komu fram margar neikvæðar sögur (líka jákvæðar samt). Í framhaldi af þessari umræðu var haft samband við deildarstjóra sængurkvennagangs. Hún las umræðuna og vill endilega að það verði um þetta málefnaleg og góð umræða með tillögum að úrbótum. Því var stofnuð síða sérstaklega fyrir þetta og er slóðin:

http://groups.msn.com/Saengurlega/

Ef þið hafið skoðun á sængurlegunni á Landspítalanum endilega kíkið á þessa síðu og takið þátt í umræðunni og komið með tillögur að úrbótum. Þessi síðar er alveg splunkuný og ætlunin er að starfsfólk sængurkvennagangs muni kíkja á hana reglulega og skoða umræðuna, og jafnvel taka þátt sjálfar. Því fleiri sem segja sitt álit þarna, því meira er tekið mark á þessu.
Kveðja,