Miðvikudagur.Ég er nývaknaður,Mamma kemur inn og ætlaði að vekja mig en snoopy vekjaraklukkan sem Guðrún systir á er búnað garga á mig.Ég fer fram,borða og tek mig til fyrir skólann.
Skólinn.
Frábært.
Ég labba út og tek strætó og er kominn í skólann rétt áður en tíminn byrjar.Mig er strax farið að kvíða fyrir frímínútum.
Barsmíðar.
Þeir eru 3 á móti mér og leikfimin er verst.
Hvað gerði ég til að verðskulda að vera barinn á hverjum degi?
Ég umgengst vini mína og læt aðra í friði,kem í skólann til að læra og vera látinn í friði.
En sumt getur fær maður ekki að velja.
Það er dreift miðum til okkar í bekknum að það sé sameiginlegur foreldrafundur í skólanum.Kennarinn kemur til mín og spyr hvort mamma mun ekki koma?nokkrir hausar snúast og bíða hvað ég segi..ég segi að ég láti hana vita.Hvers vegna spurði hún?
Mamma kemur aldrei á svona.
Ekki hjá Sigga Bróðir
Ekki hjá Guðrúnu systir
Og ekki hjá mér.
En samt langar mér að hún komi svo maður verði eins og hinir í bekknum…..litlar vonir.
Ég kem heim úr skólanum eftir að hafa rölt með Stebba en þegar við komum í blokkina man ég eftir að það var eitthvað skrítið við lyktina frá mömmu þegar hún vakti mig og hvað hún var fljót útúr herberginu mínu.Ég segist ætla að fara að læra og losna þannig við Stebba ef allt er í fukki heima sem mér er byrjað að gruna.
Finn eitthvað á mér.
Eitthvað.
Það fyrsta sem ég mæti þegar ég stíg inn er þögnin og lyktin.
Brennivínsfýla.
Labba inní herbergi,loka hurðinni og byrja að hlusta á Ac/dc og hugsa um eitthvað annað.Ég er fyrstur heim og samkvæmt stundatöflunum á ísskápnum kemur Guðrún heim á eftir nema hún fari til vinkonu sinnar eða eitthvað.
Sem ég vona.
Hún er yngst og verður hrædd við mömmu þegar hún er full.
Siggi lokar sig bara af inní herberginu sínu og spilar á gítarinn sinn og pælir ekki í neinu.Ég hugsa til Pabba stundum á svona tímum…en þau skildu þegar ég var 9 ára..fyrir 2 árum.
Í gegnum tónlistina heyri ég símann hringja…stekk upp úr rúminu og næ símanum áður en mamma ráfar fram.
Einhver kall frá sýslumanni að ná í mömmu,ég kem með lygi til að fresta að gaurinn hringi aftur í einhverja daga.
Mamma kallar og spyr hver þetta var í myglaðri röddu,ég segi henni að þetta var vitlaust númer og að hún fari aftur að sofa.
Heimavinnan úr skólanum bíður í töskunni.
Mamma kemur fram og ráfar fram í eldhús og spyr hvort ég sé svangur og byrjar að kveikja á eldavélinni.Díses byrjar hún aftur…að halda að hún geti falið að hún sé full með því að “hugsa um mig” og reynir það of mikið þegar hún er svona..ég leiði hana ínni rúm og segist redda mér,kem inní herbergið sem lyktar af áfengi og rúmið hefur greinilega fengið gusu af ógeðinu þegar hún hefur sofnað og misst flöskuna.
Efir smástund sofanr hún og þá get ég slakað á.
Guðrún Systir kemur heim og þá er ég búnað opna svalahurðina til að ræsta út,þá tekur hún ekki eftir lyktinni allavega.
Byrja að elda fyrir okkur og tala um allt nema mömmu svo ég geti látið Guðrúnu hugsa um eitthvað annað.Hún verður svo hrædd við hana sem ég skil alveg.Andlitið á Mömmu breytist þegar hún er full sem ég er búnað venjast frá því ég var 5 ára.En Guðrún er viðkvæmari fyrir þessu.Guðrún borðar og hún fer svo út að leika sér.Ég ákveð að vera heima og vera viðbúinn ef mamma skildi gera einhverja vitleysu.Hef núna 2 náð í sígarettu sem hún hefur sofnað með rúminu.Fæ 2 heimsóknir en segist vera að læra til að forðast að þau taki eftir hvað sé á seyði heima.
Það má enginn vita að ég ólst uppí þessu umhverfi.
Ekki einu sinni þú.