Hvað er þetta með barnaefni í dag? Er einhver regla að það þurfi alltaf að vera samið af einhverjum sem er greinilega hasshaus? Krakkar nú til dags eru að horfa á Teletubbies (Stubbarnir) og þar snýst allt um að sýna allt AFTUR. Og það fáránlega er……….þetta er eitt það vinsælasta barnaefnið í dag!!!
Ég ætla ekki að hljóma eins og bitur gamlingi, en svona var barnaefnið ekki þegar ég var að alast upp. Ég ólst upp við að horfa á Disneymyndir (reyndar þá veit ég um marga krakka sem gera það í dag og er ég mjög ánægður með það) og það ætlar enginn að segja mér að það er ekki uppbyggjandi fyrir börn sem eru að læra á þennan heim. Fullt af góðum boðskap sem fæst útúr Disney. Oki………síðan ólst ég líka upp við Dragonball Z og ég fatta þá þætti ekki enn þann dag í dag og ég held bara að það sé bara leiðinlegt commercial drasl eins og Pokémon fyrir tveimur árum síðan. En það sem ég er mest pirraður útí er að Stundin Okkar, eitthvað sem foreldrar manns horfðu á þegar þau voru lítil og höfðu gaman af, er byrjað að anga svoleiðis af af kjaftæði og sýru að það er beinlínis ekki heilbrigt að horfa á það. Sjónvarpið er í sannleika sagt forheimskunarmiðstöð. Og ég viðurkenni að ég horfi frekar mikið á sjónvarp :/ En það er samt til gott barnaefni. Eins og ég nefndi áðan, þá er Disneymyndir frábært barnaefni, en síðan þegar maður verður eldir og byrjaður að læra sannleikan um það hversu óréttlátur heimurinn er, þá er South Park kjörið fyrir fólk. South Park fjallar um mestu hneykslin og lygar sem hafa komið fyrir í nútímanum og hafa fjallað um Osama bin Laden, O.J. Simpson, landbúnað og misnotkun á dýrum, og þeir gera þetta þannig að það eru viðeigandi brandarar sem fær yngra fólk til að horfa, en fullorðið fólk horfir líka á þetta og það læra allir boðskapinn í sögunni sem er alltaf mjög góður.
Þannig að: Berjist á móti Teletubbies!!!!!!!!!! (hehe)
Ps. Ekki kvarta yfir því að þetta er allt saman mikil steypa. Plz