úff ég verð einhversstaðar að létta á mér en þannig er að ég á tveggja ára gamlan yndislegan son. Þannig er að pabbi hans hefur aldrei hitt hann og lauk öllum samskiptum við mig á 4 mánuði meðgöngu. Sama gildir um fólkið hans, ég veit að mamma hans veit af barninu en veit ekki með föður hans og systkin. (foreldrar hans eru skylin og ég þekki þau ekki og heldur ekki systkinin.)
Ok nú er komið að kjarna málsins því að þannig er að ég er búin að komast að því, í gegnum Íslendingabók, að tvær manneskjur sem ég þekki vel eru náskyld syni mínum. Annað tilfellið er frændi náskylds frænda míns og barnsfaðir minn eru systkinabörn og þessi frændi er oft í heimsókn hjá mér með hinum frændanum. Svo á ég líka náskylda frænku og náskyld frænka hennar og barnsfaðir minn eru líka systkina börn. Ég þekki þá stelpu nú ekki mikið í dag en lék mér við hana þegar ég var lítil. Úff,,, svo er málið, ég veit ekkert hvað ég á að gera???? Á ég bara að halda þessu útaf fyrir mig eða á ég að segja þessum krökkum þetta? (Þau eru 13 og 19 ára)
Úff þetta er svo erfitt, ég vil ekki skemma neitt og alls ekki troða barninu mínu uppá fólk sem vill ekki hitta hann (skil ekkert í fólki sem vill ekki hitta börnin sín og barnabörn??? ) og enn eitt, amma og afi þessara krakka, s.s. langamma og langafi sonar míns eru nýflutt í sama bæjarfélag og ég!!! Veit samt ekki hver þau eru en veit hvað þau eiga heima.
Jæja, gaman væri að fá smá komment á þetta og t.d. fá að vita hvað þið mynduð gera??
Takk fyrir, kveðja Poco.