Ég hef verið að skoða fermingarauglýsingar undanfarið og er orðinn mjög undrandi á markaðssetningunni.
það er greinilegt að að stelpurnar eru aðalmarkhópurinn því varla er strák að sjá í þessum auglýsingum. Ég vek athygli á auglýsingu Smáralindar í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þar er fjöldi mynda af stelpum sem virðast vera að skemmta sér og nóg af “létt kynferðislegum” skýrskotunum (eða finnst mér það bara af því að ég er karlkyns ?)Af rúmlega fimmtíu myndum í auglýsingunni er kannski fimm af strákum. Í annari auglýsingu miðaðri að stelpum sýnir fyrirsætu klæddri engu nema skartgripum, allavega að ofan. Og svo eru það auglýsingarnar frá Cós, með hinum ómissandi “mellunærfötum” fyrir fermingarstelpurnar. Jafnvel myndin sem fylgir fermingarsíðunni hér á Huga sýnir stelpuhóp sem virðist bara á djamminu.
Nú hef ég ekkert á móti léttklæddum stelpum og veit að það virðist þurfa þær til að selja BÁÐUM kynjum nærri allt, en fermingin á að vera ein af þessum helgu trúarathöfnum okkar. Aumingja prestarnir berjast vonlausri baráttu við að halda e.h. kristilegum anda í þessari trúarhátið sem er orðinn Mammoni að bráð alveg eins og Jólin og Páskar.