“Menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að sýna börnum klám afhverju skyldi það vera ? því það getur ekki talist eðlilegt að börn horfi á svona efni”
Ég ætla að leyfa mér að leika lögmann djöfulsins eitt augnablik…
Menn eru dæmdir í fangelsi fyrir slíkt, afþví það er ólöglegt ekki vegna þess að það sé óeðlilegt.
Auðvitað er það óeðlilegt samkvæmt siðferðisvitund okkar flestra og ég myndi líklega slökkva á tækinu ef valið snérist um þetta tvennt, en það kemur víst fangelsun þessarra aumu einstaklinga lítið við. Við lokum fólk ekki inni af því að það gerir eitthvað sem okkur finnst óeðlilegt. Mörgum finnst samkynhneigð óeðlileg… ekki lokum við fólk inni fyrir það. Við lokum fólk inni fyrir að gera eitthvað ólöglegt. Töluverður munur á röksemdafærslu. En ef til vill er þetta bara útúrsnúningur hjá mér…
En til að koma aðeins inná greinina sem kom þessarri umræðu af stað…
Hvort er eðlilegri hluti af lífinu, kynlíf eða limlestingar? Hvoru viltu að barnið þitt hafi áhuga á í framtíðinni. Svo virðist sem meirihluti fólks hafi meiri áhyggjur af því hvort börnin þeirra fari að prófa kynlíf, en að þau lumbri á náunganum og finnist það allt í lagi.
Umræða um tvískinnunginn sem þetta lýsir er ágæt, þó spurningin hér að ofan hafi ekki beint verið vel upp sett.
Ef við skoðum t.d. aldurstakmörk á bíómyndir í þessu samhengi. Ef gælt er við konubrjóst, er myndin bönnuð innan 16. Ef brjóstið er skorið af, er hún bönnuð innan 13. (þetta er auðvitað mikil einföldun, en í hnotskurn er staðan svona).
Hvort er skárra? Erfitt að svara. En eins og einhver sagði hér að ofan, þá er auðveldara að útskýra það sem er sviðsett fyrir börnunum. (þýðir það þá ekki að við séum í raun að velja einfaldari kostinn fyrir okkur, en ekki endilega það sem er betra fyrir börnin? bara smá vangavelta. ekki lemja mig fyrir að impra á þessu)
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.