Jæja, smá ritgerð, afsakið:)
Mér þykir leitt ef þú hefur orðið fyrir slæmri reynslu með íslenska kennara.
Auðvitað eru svartir sauðir inn á milli, trúðu mér ég hef hitt þá marga. En, margir þessara gömlu kennara eru menntaðir á þeim tíma þar sem einelti var ekkert vandamál og þess vegna sjá þeir ekki (eða vilja ekki sjá) vandamálið þegar það er til staðar.
Nú er ég sjálf með kennararéttindi og hef reynslu af því að kenna í grunnskólum. Sem kennari þá ertu með ágætis hóp nemenda á þinni ábyrgð. Hefurðu nokkuð spáð í því hvernig það er að standa fyrir framan stóran hóp af sjálfselskum egóistum? Afsakið, mitt álit, en svona er því miður farið fyrir allt of stórum hluta barna og unglinga í dag. Börn eru hálf sjálfala, foreldrarnir skipta sér lítið af þeim, og þess vegna hafa þau kynnst minni aga en börn áður fyrr. Þegar svo þessi hópur er samankominn í kennslustofu þá eru fjarri því allir sem geta fundið út úr því að vera “í bekk” með öðrum börnum. Aðalstarf kennarans fyrsta árið er að reyna að koma börnunum í skilning um það að það gildi aðrar reglur í bekknum heldur en á heimilinu.
Oftast gengur þetta eftir. En margir foreldrar eru samt á þeirri skoðun að þeirra börn eigi að fá óskerta athygli kennarans, og það getur skapað mikla streitu milli foreldra og kennara ef aðilarnir eru ósammála um hvernig því er framfylgt.
Varðandi eineltið. Einelti er stórt orð, hálfgert tískuorð. Ég kalla það ekki einelti ef einhver verður fyrir stríðni í frímínútunum, jafnvel tvo daga í röð. Það kalla ég einfaldlega stríðni. En stríðni getur aftur á móti farið út í einelti. Þegar maður talar um einelti þá er verið að tala um stanslausa “stríðni” á eina manneskju í gegnum lengri tíma. Einelti er ekki eitthvað sem stendur á í viku og er svo lokið.
Börn í fyrstu þremur bekkjum grunnskólans eru sjaldan að leggja í einelti þó að þau stríði einhverjum. Þau gera sér oftast ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera, og eru ekki viljandi að særa önnur börn. Þau hafa samt alveg rétt á því að þykja sum börn skemmtilegri en önnur, og segja frá því. Það er svo kennarinn eða foreldrið sem verður að taka á því og finna hver besta lausnin er.
Varðandi einelti í eldri bekkjum grunnskólans þá vil ég enn og aftur minna á allan þann fjölda barna sem eru í einum bekk. Það er nánast ómögulegt fyrir kennara að sjá eineltið nema þessi sami kennari sé með börnunum allan daginn, alla vikuna. Staðreyndin er sú að þeir sem eru lagðir í einelti eru ekki beinlýnis að básúna því út í heiminn (gera það oftast eftir á), og þeir sem leggja í einelti eru ansi lúmskir í að fela það fyrir fullorðnum.
En önnur hlið á málinu er svo aftur foreldrarnir. Ansi margir foreldrar neita að trúa nokkru upp á börnin sín. Þannig að þó að kennarinn verði var við einelti í bekknum þá getur kennarinn lítið gert við því (í eldri bekkjum) nema að foreldrarnir taki þátt í því. Ef barnið fær stuðning heima fyrir þá eru litlar líkur á að málin breytist. Sennilega væri hægt að koma í veg fyrir eineltið á skólasvæðinu, en kennarinn hefur lítið að segja um hvað svo gerist þegar börnin eru komin út fyrir skólalóðina.
“Þarf að segja meira um þessa aumingja ! Nei.
Duglausar druslur,- .. tilfinningasnautt lið vinstrissinnaðra
menntamanna sem hugsa bara um sumarfíð.”
Þú veist greinilega lítið um það hvað felst í starfinu. Launin eru ekki beinlýnis til að hrópa húrra yfir, þannig að flestir kennarar eru kennarar af því að þeir hafa áhuga á því. Og gagnrýni á þessa starfsstétt er með þeirri mestu í þjóðfélaginu. Það er alltaf eitthvað nýtt.
Börnin standa sig ekki nógu vel=þyngjum námsefnið.
Einelti er vandamál=kennarinn þarf að taka betur á því.
Börn eru agalaus=skólinn þarf að kenna þeim aga.
Börn eru of feit í dag=íþróttakennarar eru óhæfir …
Það er endalaust bætt á kennarastarfið og kröfurnar á kennarana.
En fá kennarar meiri tíma? NEI
Fá kennarar betri laun miðað við aukið álag? NEI
Eru foreldrar tilbúnir að vinna með skólanum? NEI
Sem kennari þá get ég bara sagt að við gerum okkar besta. En hlutirnir gerast ekki einn tveir og þrír. Sérstaklega ekki þegar foreldrar neita að vinna með skólanum og kennurunum.
Og eitt að lokum. Þegar ég var í grunnskóla þá var einn kennarinn taugahrúga vegna þess að hann hafi verið lagður í einelti af nemendum í öðrum skóla. Það var ekki falleg sjón!
Vardandi foreldraábyrgd.
Ég man thegar ég var í grunnskóla. Thad var ein stelpa í bekknum med klofinn hrygg, labbadi skakkt og thurfti ad nota bleyju. Thar fyrir utan var hún adeins á eftir okkur hinum í andlegum throska. Thetta hefur örugglega verid alveg nógu erfitt fyrir hana fyrir, thó vid hefdum ekki thurft ad leggja hana í einelti í thokkabót! Aumingja stelpan thurfti alltaf ad sitja ein thví enginn vildi sitja vid hlidina á henni útaf lyktinni af henni, hún fékk sjaldnast ad vera med í leikjum thví hún gat ekki hlaupid eins og vid og var aldrei bodid í afmaeli eda útileiki eda hvad sem vid tókum okkur fyrir hendur. Kennarinn sem ég var med fyrstu 4 árin í grunnskóla var algjör gufa, réd ekkert vid okkur og var á háa séinu allan lidlangan daginn sem vard til thess ad vid haettum ad taka mark á henni. Hún taladi alltaf um eineltid á foreldrafundum, og foreldrar okkar áminntu okkur ad koma ekki svona illa fram vid thessa stelpu, en thad einhvern vegin gleymdist okkur alveg thegar kennari og foreldrar voru fjarri.
Í 10 ára bekk breyttist hins vegar allt. Nýr kennari kom í bekkinn, hún var ofsa ströng ad sjá og hélt heraga í bekknum. Vid bárum óttablandna virdingu fyrir henni og hlýddum yfirleitt skipunum hennar án thess ad vera med skaeting til baka. Thessi kennari kom auga á eineltid á thessari blessudu stúlku thegar í stad, og í stadin fyrir ad tala vid foreldrana, thá raeddi hún vid allan bekkinn (ad stelpunni fjarverandi) og lét okkur virkilega horfast í augu vid gjördir okkar og setja okkur í spor stelpunnar. Adal galdurinn var thó ad hún fékk okkur til ad hlusta á sig og taka mark á sér. Eftir thetta (sem tók einn kennslutíma eda svo) breyttist allt. Ég man ennthá eftir tilfinningunni í brjósti mér thegar ég loksins áttadi mig á hvad vid höfdum verid andstyggileg og vond og vinir mínir sem voru med mér í bekk líka muna thetta jafn vel. Vid fórum ad vingast vid stelpuna, bjóda henni med í allt og sáum meiraad segja ad hún var thraelskemmtileg thegar vid kynntumst henni. Thess má geta ad ég er ennthá med samviskubit yfir ad hafa nokkurn tíman tekid thátt í theim ömurlega leik ad leggja hana í einelti.
Semsagt: ég held ad adal galdurinn sé ad kennarinn nái ad halda aga barnanna og fái thau til ad bera virdingu fyrir sér, thá aetti hann í flestum tilfellum ad geta komid theim í skilning um lídan fórnarlambsins. Thad er allavegana mín reynsla!
0
Nákvæmlega.
Ef kennarinn er ekki trúverðugur þá er auðvitað ekkert tekið mark á honum.
Það virkaði greinilega með seinni kennarann þinn að vera með heraga. En það er alveg hægt að leysa vandann án þess að vera með aga sem verður til að börnin verða hrædd við kennarann. Svo er heragi ekki alltaf lausnin, því að kennari sem beitir honum getur verið vitavonlaus þegar kemur að málefnum á borð við einelti.
Það skiptir miklu máli að börn læri á hvort annað frá fyrsta degi. Þau verða að læra að bera virðingu fyrir hverju öðru og tilfinningum hvers annars. Ef ekki hefur verið unnið í málunum frá upphafi getur verið erfitt að brjóta munstrið þegar verið er að tala um eldri bekki. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!
0
Það er ekki heragi sem er málið heldur að láta krakkana setja sig í spor þess sem lendir í eineltinu. Krakkar hugsa bara oft ekkert út í það hvernig þeim líður sem er verið að hrekkja. Þeir halda því bara áfram vegna þess að þeim finnst það gaman.
0