Hæ, hæ stelpur
Ég er komin með það vandamál að ég er að fara að ræða við stelpu um barnapíulaun og fleira. Ég er að fara að fá hana í heimsókn eftir um viku og ég vildi fá ráð frá ykkur eða annað um hvað ég á að borga henni á klst./tímann. Hvað eruð þið að borga ykkar barnapíum á tímann eða hvað finnst ykkur að ég ætti eð borga henni fyrir 3 ára stelpu sem er dálítið erfiðari en önnur börn á þessum aldri. Endilega látiði mig vita hvað ykkur finnst, ég er alveg viss um að það eru aðrar stelpur/konur/mæður með þetta sama vandamál: ég vil ekki borga of lítið en ekki of mikið. Hvað finnst ykkur og hvað eruð þið að borga eða bara að fá í laun. Mæður ,barnapíur eða aðrir endilega svariði mér til þess að hjálpa mér.
Kveðja
Birgitta Björk