Fannst þetta svo gott að mig langaði að setja það hér inn, veit ekki hvort þetta hefur komið áður…
Uppeldi
Ef mér gæfist tækifæri til að ala barnið mitt upp aftur,
þá myndi ég mála með fingrunum
í stað þess að fetta fingur út í það.
Ég myndi leiðrétta það minna og tengjast því meira.
Ég myndi taka augun af klukkunni og horfa meira í kringum mig.
Ég myndi vilja vita minna en elska meira.
Ég myndi fara oftar í lautarferðir og fljúga fleiri flugdrekum.
Ég myndi hætta að vera svona alvarleg og leika mér af meiri alvöru.
Ég myndi hlaupa á fleiri engjum og horfa á fleiri stjörnur.
Ég myndi faðma meira og skamma minna.
Ég myndi vera minna staðföst, en staðfesta kosti þess meira.
Ég myndi byggja upp sjálfstraust þess fyrst, en síðan húsið.
Ég myndi kenna því minna um sókn í völd en meira um sókn í ást.
Höf: ???