Fyrst langar mig að spyrja, er það að þínu frumkvæði eða föðurins að sonur ykkar hittir ekki pabba sinn? Ef það ert þú sem telur það vera barninu fyrir bestu að hitta hvorki pabba sinn né fjölskyldu hans, ertu viss um að það sé það besta? Er ekki möguleiki að drengurinn geti hitt pabba sinn þó það sé bara hluta úr degi. Hefir bróðir hans hlotið einhvern skaða af að hitta föður sinn? Það er nefninlega merkilegt hvað börn eru foreldraholl og þurfa á báðum foreldrum sínum að halda, sama hvernig þau eru.
Mér finnst að þú eigir hiklaust að halda sambandi við bróðurinn, annars er drengurinn bæði að missa föður sinn og bróður.
Varðandi það hvað þú eigir að segja þá þarf maður að fá að vita meira hvernig málin standa. Er það pabbi hans sem vill ekki hitta hann? Afhverju hefur hann ekkert samband við föðurfjölskylduna sína? Ef það ert þú sem hefur ákveðið að hann megi ekki hitta pabba sinn, hver er þá ástæðan? Þ.e. sinnir hann ekki barninu, er hann alltaf fullur eða hvað? Er ekki séns að hann fái að koma í heimsókn og vera stutta stund með syni sínum kannski einn dag aðra hvora helgi? Hvað með ömmuna og afann? Eru þau alkar? Afhverju hefur strákurinn ekkert samband við þau? O.s.frv., o.s.frv.
Ítarlegri upplýsingar:
Barnsföður mínum er ekki treystandi fyrir barni þegar hann er í neyslu, (og hann hefur ekki samband við okkur ef hann er það) hann er inn og út úr meðferðum og getur ekki haldið sér edrú i meira en nokkrar vikur i einu, pabbi hans (afi sonar míns) er helgaralki og ég heyrði stundum ekkert í ömmuforeldrunum í 2-3 mánuði í einu og svo misstum við alveg sambandið á endanum.. Þau voru með strákinn á tímabili eina og eina nótt um helgar, en það var akkurat þegar pabbi hans var edrú og bjó hjá foreldrum sínum.
Bróðir sonar míns er mjög tættur, ekki bara útaf pabba sínum heldur líka mömmu, hún er búin að missa forræðið yfir honum og hann er alinn upp hjá móður-ömmu sinni. Það er kanski mikið þessvegna sem mér finnst mikilvægt að halda sambandi við hann, því hann þarf á fjölskyldu að halda og þarf að vita að fólki þyki vænt um hann!
0
OK skil þetta mun betur núna.
Varðandi hvað þú átt að segja stráknum þá myndi ég líklega segja eitthvað á þá leið að pabbi hans væri bara veikur og gæti ekki eða kynni ekki að vera pabbi. Svo geturu ítrekað við hann að hann eigi sem betur fer góða mömmu og góðan stjúppabba sem kunna að vera foreldrar. Það var allavegana svipuð skýring sem ég gaf dóttur minni á sínum tíma (reyndar var pabbi hennar ekki í neinu rugli, aðrar ástæður þar að baki) og hún virtist nokkuð sátt við þá útskýringu. Ég sagði henni alltaf að pabba hennar þætti alveg vænt um hana, en að hann væri bara eitthvað veikur í hjartanu sínu og kynni ekki að vera pabbi.
Með bróðir sonar þíns þá myndi ég örugglega halda sambandi við hann áfram ef ég væri í þínum sporum. Er mjög áberandi að pabbi þeirra hefur samband við þann strák? Tekur sonur þinn mikið eftir því? Þú getur örugglega reynt að stíla heimsóknirnar inn þannig að það sé ekki á pabbatímunum. Þú gætir annars kannski reynt að höfða til stóru bróður eiginleika sonar þíns og reynt að útskýra (kannski ekki tímabært fyrr en seinna) að litli bróðir eigi svolítið bágt af því að mamma hans og pabbi kunni ekki alveg að vera foreldrar. En jafnframt taka fram að hann eigi góða ömmu sem hugsi vel um hann.
Þetta er allavegana mitt álit.
0
húrra fyrir glingglo, flott svar, sammála!
kv.GiRND
0