Og þegar barnið fer í afmælisveislur eða á önnur mannamót þarf yfirleitt að taka eitthvað spes með handa því, því það eru ekkert allir sem spá í það að hafa eitthvað sem hentar þeim sem eru með fæðuofnæmi. Hjá leikskólanum og dagmömmunni þarf líka að passa að allt starfsfólkið viti af ofnæminu. Það eru margar áhyggjur sem bætast við þegar barn greinist með ofnæmi, sama af hvaða tagi það er.
Mig langar að vekja athygli þeirra sem eiga börn með einhverskonar ofnæmi á nýrri e-mail grúppu á Yahoo sem var verið að stofna. Adressan er:
http://groups.yahoo.com/group/faeduofnaemi/
Ég get ekki ímyndað mér annað en að svona síða sé til góðs fyrir foreldra þar sem þeir geta deilt reynslu sinni og ráðum, uppskriftum og öllum öðrum pælingum sem tengjast því að eiga barn með ofnæmi.
Kveðja,