Afsakið, ég var með stelpuna mína í fanginu og einhvernvegin tókst henni að senda inn svarið mitt í miðri setningu. Hún er sofnuð núna.
Allavegana, þá er mjög sniðugt að svara svona.
Leiðinlegt að fá svona bjánaskap hérna inn, mér sýnist að þessi sé búinn að gera þetta út um allan Huga í dag, það er búið að banna hann.
Gaman að heyra að þið ætlið að fara að styrkja barn. Ég var með starf fyrir 10-12 ára stelpur í einni af kirkjum borgarinnar í nokkur ár. Stelpurnar voru að læra um hvað börn í útlöndum hafa það slæmt og þeim langaði svo að gera eitthvað fyrir þessi börn og fannst ekki nóg að senda inn kassan fyrir jólin. Við ákváðum þá að þær myndu styrkja eina stelpu í gegn um ABC-hjálparstarf. Það gekk mjög vel, stelpurnar komu með klinkið sitt á fundi og settu í bauk, við héldum kökubasar einusinni til tvisvar á ári og með þessu móti tókst okkur að borga þessar 1100 krónur í hverjum mánuði (upphæðin hefur reyndar hækkað núna, ég held vegna fallandi gildis krónunnar). Við sendum henni líka alltaf afmælis- og jólagjafir og eitthvað smáræði handa systrum hennar. Stelpunum okkar fannst þetta mjög gaman og voru alltaf jafn stoltar þegar þær fengu bréf frá henni.
Núna eru þessar stelpur allar löngu hættar í deildinni minni og þar sem ég hætti í fyrra ákvað ég að taka stelpuna bara að mér og hef borgað þetta síðan. Ég tók líka aðra stelpu að mér svo ég var með tvær.
Því miður þurfti ég að flytja oft á síðustu tveim árum svo eitthvað skolaðist til og ég fékk ekki reikningin frá þeim í þónokkra mánuði, en núna eru þeir farnir að koma aftur svo ég get farið að borga aftur.