launhelgi lyganna er bók sem ég er búin að lesa, byrjaði í gærkveldi og hef ekki getað hætt að lesa. þetta er sönn saga að öllu leyti og því eina sem var breytt var nöfnum og staðháttum. ég vil hvetja alla til að taka hana á bókasafni allavega nálgast hana og lesa ég vil helst ekki segja of mikið um hana en hún fjallar um stúlku sem lifir kynferðislegt ofbeldi sem ung stúlka og barsmíðar, og hrikalega höfnun. það er stúlkan sjálf sem skrifar bókina en ekki er getið til höfundar með öðru nafni en Baugalín. og það er mál og menning sem gefur hana út, þetta er ný bók. ég vil aftur hvetja alla til að lesa þessa bók og vakna til vitundar því ef einhver sem þið gætuð hjálpað sem er í þessari stöðu þá er það þess virði, en fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis er í því mesta helvíti sem til er og mér finnst kominn tími til að opna fyrir umræðurnar fyrir fullt og allt, því þetta er hér og þetta verður hér áfram og það eina sem hægt er að gera er að vekja fólk til umhugsunar því það er komið nóg af því að stinga hausnum í sandinn það hefur ekkert verið gert eftir að við besta hugafólkið sendum bréfin til ráðherranna, það mætti koma allavega korkur eða sér greina staða fyrir líkamlegt ofbeldi, og þar á meðal kynferðislegt og andlegt ofbeldi sem allmargir íslendingar búa við “NÚNA” og eikkað þarf að gera helst í gær, manni finnst eins og þingmenn séu að leggja undir borðið að breyta lögunum varðandi kynferðislegt ofbeldi og flest hvað það varðar ég meina það þurfa allir að fá frelsi til að geta kært þann sem beitti þá ofbeldi jafnvel þó svo það sé 30 árum síðar eiginlega sérstaklega út af því, því að það tekur svo langan tíma fyrir fórnarlömbin að geta staðið upp og sagt þú gerðir mér þetta, og afleiðingar þess að þú gerðir mér þetta eru eyðilegging mín og öll árin sem fóru í það að reyna að fela niðurlægingu mína og skömm“ öll árin farin í helvíti því ég get ekki sagt annað það er ekki til nógu sterk lýsingarorð fyrir hversu barn getur liðið fyrir að verða fyrir ofbeldi. þetta á ekki að setja undir borðið eða líta í aðra átt og þora ekki að taka afstöðu vegna gunguskapar, sýnið dug og hugrekki og standið upp gerið eikkað hingað og ekki lengra. Fólk hefur þjáðst í þögn alltof lengi það er kominn tími til að sýna að þetta sé ekki eikkað til að skammast sín fyrir” kommon" plís sýnið skoðanir ykkar á þessum málum verið sjálfstæð og sterk og standið með þeim sem bersýnilega á erfitt. aftur vil ég biðja ykkur að lesa bókina.
í baráttuhug honey