Ég ráðlegg ykkur að fara saman með strákinn til barnasálfræðings eða einhvers fagaðila sem getur ráðlagt ykkur(Hörður eitthvað sálfræðingur er ágætur)og láta lækninn kanna hvort þetta fyrirkomulag hentar ykkar barni, því sum börn þola bara alls ekki svona rót. Þessu fylgir nefnilega að sjálfsögðu talsvert rót en ef það er rétt staðið að þessu er ég persónulega hrifin af svona umgengni.
Það sem mestu skiptir er að þið hugsið þetta út, t.d stækkar strákurinn og það er vonlaust að hann eigi sitthvorn vinahópinn, viku og viku í senn. Hann getur átt í hættu að tapa tengslum og jafnvel eiginleikum til að tengjast alvöru vináttuböndum ef þið búið ekki í sama hverfinu. Og það er líka pínu mál að fá hann til að samþykkja að hann eigi tvö heimili, það er ekki í eðli mannsins að eiga tvö heimili sem skipta hann jafn miklu máli, þannig að sú staða er oft erfið. T.d mæli ég persónulega ekki með því að þið séuð að flakka með fatnað og annað á milli, þið þurftið hreinlega að eiga tvo sett af öllu.
Kostirnir eru að sjálfsögðu að báðir foreldrar fá að eyða tíma með barninu sínu á sínum heimavelli og á heimavelli barnsins og ná því að tengjast barninu jafn mikið, og þó maður sé að sjálfsögðu alltaf smá eigingjarn þá verðum maður að spá líka í að öll börn eiga skilið að kynnast og umgangast báða foreldra sína ef það er möguleiki og tala nú ekki um ef báðir foreldrar geta og langar að hafa barnið jafn mikið.
En svona okkar á milli þá mundi ég aldrei gera þetta nema vera 100% viss um að vinátta ykkar sé nógu sterk og passaðu þig að strákurinn sé með lögheimili hjá þér, því ef eitthvað breytist hjá ykkur og dæmið gengur ekki upp þá er það foreldri sem hefur lögheimilið sem hefur allan rétt ef t.d þú lendir í forræðisdeilu, en því miður þá endaði málið svoleiðis hjá mér á sínum tíma.
Kv. EstHe