Jæja….

Núna er bara búið að ganga alveg framm af mér!!
Eins og allir vita þá er Brigitta Haukdal og Írafár vinsælasta bandið á Íslandi í dag eða allavega með þeim vinsælustu.Svo eru aðal aðdáendur Birgittu Haukdal í yngri kantinum td er stelpan mín algjör fan og hún er 5ára.
Ég heyrði af auglýsingu um “krakkaball” með Birgittu Haukdal…Og það er í sjálfu sér bara mjög gott mál að leyfa “litlu” aðdáendunum að fá tónleika þar sem þau fá ekki mörg tækifæri til að sjá þau spila :)

EN það sem fer alveg FERLEGA í taugarnar á mér er það að það kosta 1700kr inná ballið!!!!!!!! Ég meina kommon…það er 3400 fyrir foreldri og 1 barn.Ekki á ég svona mikinn pening þó að ég glöð vildi fara með stubbuna að sjá þetta.Og hvað með fólk sem er með kannski 2-3 börn sem vilja fara að sjá þá er þetta orðið meira en 5000 krónur með foreldri!!
Er þetta í lagi? Eru þau nú ekki farin að reyna að græða helst til of mikið á börnunum? Varla eru þau það illa stödd að ekki sé hægt að hafa verðið á ballið viðráðanlegt fyrir barnafólk í þessi fáu skipti sem svoan böll eru haldin.

Kannski er ég svona nísk eða svona hræðilega “fátæk” hver veit? :)

Stelpan “fátæka” :)