Sjálf á ég frænku sem er með downs-syndrome.
“Vinkona mín” þ.e.a.s. kona sem ég hef mörg samskipti við á son sem er með downs-syndrome.
Það komst ekki upp fyrr en hann var orðinn nokkra daga gamall.
Ég hef ekki kynnst skemmtilegri strák, það er svo mikil gleði í honum annað en frænku minni sem er nú orðin 25 ára.
Frænka mín fékk hræðilega meðferð þegar hún var yngri.
Hún mátti ekki vera í almenningsskóla nema í eina klukkustund á dag ef mamma hennar var með henni.
Hún var lokuð inni á bræðratungu (staður fyrir þroskahef börn) og hafði enga lífsgleði.
En núna er hún orðin allt önnur! Það var tekið á þessu og hún býr núna ein (samt með gæslukonu allann sólahringinn)og er orðin miklu ánægðari.
Oft lítur fólk niður á þroskahefta sem mér finnst ekki vera rétt.
Ég get sagt það að ég var hneiksluð af vinkonu minni þegar ég sá þessa frænku mína og hljóp til hennar til þess að heilsa henni (ég er í miklu uppáhaldi hjá henni!) horfði vinkona mín á mig og sagði ætlaru virkilega að fara til hennar?!?!?!
Henni fannst semsagt asnalegt að láta sjá sig á almannafæri með frænku mína.
Þetta er bara fólk!!!!
It's a cruel world out there…