Jæja! Ég er búinn að vera að lesa greinarnar þínar Spacey… og svörin og ég ætla að leyfa mér að svar þeim… og þeim!!!
Sko í fyrsta lagi, þá held ég að ef að kallinn þinn getur ekki hætt að vera hjá X-fjölskyldunni um jólin… þá skaltu bara slíta þessu með honum (líttu á björtu hliðarnar… þá verður hann kannski eitthvað hjá þér um jólin!) (kannski óþarfa húmor… en kaldhæðni er veikleiki hjá mér…). Ef hann er að leggja svona á þig, þá segir það mér allavegana eitt… að hún er með punghald á honum (þær hafa það alltaf, þessar X) því að hann er ekki bara með barninu… heldur allri fjölskyldu fyrrverandi kærustunnar á jólunum!!! og þú er án hans! Spacey, mér þykir vænt um þig og allt það… en ertu viss um að honum þyki nógu vænt um þig? Ég kem ekki til með að vanrækja kærustu (yet to come)… þó svo að ég vilji ekki vanrækja barnið mitt.
Svo er annað… að mæðurnar ráða engu um það hvort að barnið sé alltaf hjá þeim um jólin. Þ.e.a.s. ef um sameiginlegt forræði er… Ég er ekki búinn að kynna mér þetta til hins ýtrasta… en ég veit það nú að mamman getur ekki ákveðið þetta… ef hún gerir það þá er hún bara tu… og þá fær maður sér bara lögfræðing í málið! Svo fara allir í sparifötunum í réttarsal… og út úr því kemur að barnið verður jólin til skiptis hjá foreldrum sínum!
Spacey, það sem ég er að reyna að segja… leggðu honum línurnar… og láttu hann skilja… og ef hann skilur þig ekki… þá á hann þig ekki skilið! Þú er blóm sem þarft þína vökvun… líka um hátíðirnar!!! Ég veit það að ég myndi ekki gera þér þetta!
Þinn að eilífu ;)
Gromit