Takk fyrir svörin.
Mig langar aðeins að svara svolitlu.
Þetta er mjög viðkvæmt mál. Áður en ég hóf samband við kærastann minn þá var ég spennt því hann átti barn. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað það að vera stjúpmamma er erfitt, vanþakklátt og í allt ömurlegt hlutverk. Ég er mjög barngóð og börn hænast að mér en þetta……. ef samband okkar klikkar einhvern tímann þá verður það mín hugsun þegar ég leita á ný mið að sá aðili sé ekki pabbi, ég hef það slæma reynslu af þessu að ég er farin að hugsa svona.
ADD ! Það er auðvitað eðlilegasti hlutur í heimi að hann vilji vera hjá barninu sínu um jólin en það eru takmörk fyrir öllu sérstaklega þegar báðir aðilar eru komnir í nýtt samband… það hefur í 90% tilfella vondar tilfinningar í för með sér. Trúðu mér ég hef farið til sálfræðings útaf þessu og viljað bæta mig…. málið var einfaldlega það að þetta var alls ekki vandamál mitt…. þetta var þeirra vandamál og þau áttu að læra að slíta á samband sitt (annað en samband v/barnsins) og taka tillit til nýju makana. Mér finnst ekkert eðlilegt við það að maðurinn minn sé að eyða ja…… helgasta tíma ársins með sinni fyrrverandi og í þokkabót hennar famelíu. Ég get sagt þér það að þótt ég vildi og ég hef reynt að sætta mig við þetta þá finnst mér þetta alltaf óviðeigandi.
Í svona tilfellum finnst mér að þau eigi að skiptast á að hafa barnið um jól og áramót en eins og þetta hefur verið t.d. hjá þeim þá er barnið alltaf hjá henni á aðfangadag en svo hefur maðurinn minn barnið öll jólin og áramótin. Barnið lærir það sem fyrir því er haft og því sem það venst. Barnið á ekki að fá að ráða endalaust. Ég hef nefnilega rekið mig á það að þessi “skilnaðarbörn” eru dekruðustu börn sem fyrirfinnast, án þess að ég sé að alhæfa neitt…. það eru náttúrulega til undantekningar. Þessi börn eiga t.d. oft a.m.k. fjóra “afa og ömmur” sem gera allt fyrir það…. og það fær oft t.d. tvöfalt-þrefalt fleiri jólapakka en maður var sjálfur vanur að fá sem “ekki skilnaðarbarn” o. þ.h. En það er annað mál.
Vildi bara segja mitt álit á sumum svaranna….. tók þau samt sem áður til mín og hugsaði um þau.
Takk takk og gleðilegt nýtt ár til ykkar allra.
Spacey