Hún hefur verið með sömu 10 börnunum í bekk alla sína skólagöngu og haft þar sama kennara frá öðrum bekk. Reyndar var hún með þessum bekkjarsystkinum á leikskóla. Hún á líka afa og ömmu í sveitinni sem hún fer reglulega til og systkini mín búa bæði í nágrenninu með sínar fjölskyldur. Það má segja að ég sé að rífa hana upp með rótum, og það er hræðilegt en verður að gerast.
Ég hef þó ákveðið að fara ekki strax að vinna og reyna að vera sem allra mest með dóttur minni á meðan hún er að öðlast einhverja færni og öryggi í nýju umhverfi, skóla og svo framvegis.
Með ósk um sem flest góð ráð.
Kveðja, Rebekka.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.