Þetta er búið að vera svo gaman hjá okkur. Þvílíkt stuð að við getum varla beðið eftir næstu jólum. Hehehe.
Jæja á Þorláksmessu sátum við, við eldhúsborðið og vorum að gæða okkur á pítsu þar sem að ég nennti ekki að elda því ég er veik.
Dýrabjöllunni var hringt og það var tengdafaðir minn með pakka og þar sem að hann og konan hans voru upptekin þegar jólasveinninn okkar átti afmæli þá koman með einn pakka sem hún mátti opna strax en afinn var á hraðferð svo við kvöddum og mín sagði BÆ.
Svo settumst við, við eldhúsborðið með pakkan og ég reif pappirinn svona 1-2 cm þannig að hún sæi hvað hún ætti að gera.
Mín byrjaði voða hægt að rífa af pakkanum og rétti okkur alltaf pappirinn sem að hún reif og svo allt í einu þegar hún var hálfnuð að rífa af pakkanum hrundi innihaldið á borðið.
Mín tók sig til og ýtti gjöfinni í burtu en lék sér með pappirinn í smá stund og fór svo að skoða pusslið sem að hún fékk.
Nú aðfangadagur rann upp og mín var rosa hrifin af trénu og einum stórum pakka sem að lá á gólfinu undir stiganum. Hehe varð aðeins að fá að þukla á honum. En pabbinn var leiðinlegur og tók pakkann. Um kvöldið var svo full að gera hjá minni að taka upp pakka en mestan áhuga vakti samt húfa sem að systir mín fékk frá bróður mínum því hún var úr skinni svona grá og voða falleg húfa. Hún hreinlega varð þá meina ég varð að fá að prófa hana og halda utan um hana.
Svo fórum við heim seint og síðar meir og sumir orðnir afar þreyttir svo hún fór bara að sofa. En við höfðum ekki tekið neinn pakka með okkur frá fjölskyldu mannsins míns svo við áttum slatta eftir sem við tókum bara upp daginn eftir og hún vissi sko alveg hvað hún átti að gera við þessa pakka. Hehe bara orðin meistari í þessari listgrein.
Svo á jóladag var sjónvarpshandbók sem að lá í sófanum og mín bara tók sig til og reif hana í ræmur. Í dag heldur veislan áfram en þá kemur tengdamóðir mín í heimsókn ásamt fleirum og svo förum við öll í mat til mágkonu minnar. Sem sagt endalaust át og skemmtilegheit og afslöppunin því miður senn á enda. Af hverju er ekki hægt að gefa bara öllum frí á milli jóla og nýárs.
Jæja hvernig höfðuð þið það annars????
Vonandi gott.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Kveðjur,
Krusindull