Honk!!!

Þetta nafn er á bráðskemmtilegum söngleik sem sýndur er í
Borgarleikhúsinu. Hann er um hið alkunna ævintýri Ljóta
andarungann sem margir ættu nú aðeins að spá í tilganginn
með og meininguna, því ekki er heimurinn laus við einelti og
og hef ég verið vitni af því að krakkar sem hafa lent í
svonalöguðu hafi beðið skaða af þó að það hafi sýnt sig að
þau séu hæfileikarík

Nú ekki er Honk leikritið aðeins þessi saga eintóm heldur er
búið að bæta inní hana stórkostlegum sögvum og alveg
rosalegum húmor. Einnig er búið að setja inn nýjar senur
sem gera leikritið bara flottara, fyndnara og kemur manni
sífellt meira á óvart.
Þetta leikrit er troðfullt af frábærum leikurum m.a. Felix
Bergsson sem Ljóta andarungann, Eddu Heiðrúnu Backman
sem andamömmuna, Hönsu, Kötlu, Ólaf Darra, Eddu Björgu
og Guðmund Ólafsson. Einnig eru ungir krakkar sem leika
ekki síður vel.

þetta leikrit hefur verið sýnt víða í heiminum, má þar nefna
Kína og bretland og fengið alveg brillíant mótökur. Ef ég mætti
meta þetta leikrit mundi ég gefa því
3 og 1/2 stjörnu ef ekki 4.

leikritið er sýnt á sunnudögum um 14 leitið. þetta leikrit er ekki
síður fyrir fullorðna (og þá meina ég það) og er því líka
stundum boðið upp á kvöld sýningar. Ég sjálfur hef orðið vitni
af því að fullorðnir skelli sér á sýninguna og kemur alsælt
heim til sín. bara svona til að nefna það þá eru margir
brandarar næstum bara fyrir “the grown ups”.

þetta leikrit inniheldur því gleði, hlátur, svik og grátur.
Og ég mana ykkur öll að skella ykkur svo í leikhús á
Hooooonk!!!
Ef sorg á hjarta þitt bítur, ef ástin er horfin á brott,