Mig langar að spyrja ykkur um svolítið í sambandi við fatnað á börn í leikskólum. Þannig er það nú að ég er sjálf að vinna á einum slíkum og ég bíð oft á tíðum við hvernig þessi greyið börn eru klædd, sum þeirra er ekki hægt að fá með sér í að fara að mála því að fötin hjá þeim eru það flott og fín að foreldrar verða frekar fúl ef málning fer í þau (til hvers að klæða barnið í e-h sem ekki má sullast niður á) og svo mega sum börnin stundum ekki fara út því að það er kannski -2°c en svo eru þessi grey í þessum gerfiefna fatnaði og stundum bara í þessum hlýrabolum og ekki neinum nærbolum….
Ég er nú bara með eitt dæmið þar sem að barn var að mála og fékk smá lit í fötin og þegar að komið var að sækja barnið þá varð allt vitlaust út af þessum blett (og ekki var búið að reyna að þvo bolin) en jú börnin hjá okkur eru alltaf í svuntum og stundum fer í gegnum þær eins og gengur og gerist!

Sjálf á ég litla systur sem byrjaði 2ja ára á leikskóla og benti ég mömmu minni á það að hafa hana í fötum sem hún mætti leika sér í og henni væri þannig lagað alveg sama um EF kæmi blettur í út frá málningu. Því að senda börn í fötum sem hefta þau og ekki mega koma neinir blettir eða matur í?
Börn eru jú börn og eiga þau að leika sér í leikskólanum ekki vera svo stíf og stirð að geta ekki leikið út af “spari”fatnaði (mín skoðun) og líka það að fá þessar 3-4ra ára stelpur í hóp til sín og þær málaðar!

Útifatnaður barna á leikskólum er líka oft ábótavant, það er eins og fólk á leikskólum þurfi að hugsa fyrir suma foreldra og allaf vera að biðja um útigalla, regngalla eða hlýrri fatnað! Ég er ekki að segja að allir foreldrar séu þannig en það eru margir. Þetta tíðkast ekki bara hér á landi heldur líka var ég vör um þetta í Danmörku þar var ég líka að vinna á leikskóla og hef ég mjög svipaða sögu að segja þaðan.
Hvernig vorum við klædd á árum áður, allavega ekki í einhverjum þröngum gerfiefnabolum og þunnum gerfiefnabuxum og toppum þar undir.
kveðja valsarakvk