Systir mín er 1 og 1/2 árs, það lendir oftast á mér að passa hana, ég meina þegar mamma og pabbi fara út að skemmta sér og í bíó. Ég fæ oftst rosalega lítið fyrir það heldur er þetta bara svo sjálfsagt fyrir mömmu og pabba, æj já hún passar bara!
Um daginn fóru mamma og pabbi í óvissuferð með vinnunni hans pabba, þau ákvöðu að ég myndi passa, ég náttúrulega reyndi að komast hjá því vegna þess að ég var að fara að keppa, þá sögðu þá að ég gæti tekið Tinnu (litlu systir mína) með eða látið Hörpu (önnur systir mín sem er 10 ára) passa hana upp í íþróttahúsi. Ég neyddist til að láta Hörpu passa Tinnu rétt á meðan að ég væri að keppa, sem betur fer hafði ég einhvað til að gleðjast yfir og það var að ég vann í 100 m. sprett og langstökki!
Þegar að ég var að keppa þá voru krakkarnir sem að æfa með mér en kepptu ekki í sömu greinum og ég að leika við þær, mmér var brjálaðislega sama, eða bara frekar ánægð, en þegar ég var búin að keppa þá ætlaði ég að taka Tinnu upp, en þá komst ég að því að vinur minn sem að æfir með mér var búinn að kenna henni að segja þeigiðu, og síðan þá hefur hún verið að segja þegiðu, vinstri hægri!
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá