Barnsmæður og feður!
Það eru líklega til allar útgáfur af þessu. Sjálfstæðar mæður (og feður) þurfa ekki endilega að vera á “féló” til þess að eiga á stundum erfitt með að framfleita börnunum sínum! Ég skil í rauninni báðar hliðarnar, það foreldri sem hefur forræði hefur að sjálfsögðu framfærsluskildu líka! Hinsvegar á það foreldri líka oft erfiðara með að taka að sér aukavinnu, sérstaklega þegar börnin eru ung. Ég er t.d. sjálf í þeim sporum að eiga ungt barn sem faðirninn skiptir sér ekkert af, sendir því ekki jóla- eða afmælisgjafir eða vill við það nokkra umgengni. Barnið var töluvert veikt fyrstu tvö árin, reyndar svo að ég þurfti að hætta að vinna. Í þetta eina skipti sem ég bað barnsföður minn að hjálpa til og leysa út einn lyfjaskamt fékk núverandi sambýliskona hanns æðiskast og gargaði í bakgrunnin hvatningu um að skella á mig símanum. Ég fékk svo þau svör að þau ætluðu ekki að sjá fyrir mér!! Meðahófið er líklega oft vanfundið! En best er bara að muna að báðir foreldrar bera ábyrgð á tilvist barnsins alveg sama hvað þeirra samband hefur varað lengi…. Þetta er að égheld bara spurning um að sína smá sanngirni og liðlegheit! Þá er hægt að ná ýmsu fram :)Bestu kveðju