Halló, mig langar að vita hvort einhver hér hefur farið á þetta sos námskeið, hjálp fyrir foreldra í sambandi við hegðunarvandamál barna?? Ef svo er… hvernig fannst þér? Eru tímarnir á kvöldin?
Það sem ég er að spá er það sko að þetta er í sex vikur (tími einu sinni í viku) og við búum á suðurlandinu, þannig að fyrir utan 18.000 kr fyrir báða foreldra á námskeiðið, þá er tveggja tíma keyrsla fram og til baka. Er að velta þessu fyrir mér, erum nýbúin að vera með strákinn okkar hjá sálfræðingi hér og hann mælir með þessu fyrir okkur. Hvað finnst ykkur sem hafið farið á námskeiðið??
Kveðja
Alsig